Bilið í Bretlandi virðist minnka 3. maí 2005 00:01 Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira