Er ekki sáttur við dóminn 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. "Þetta er bara úr í hött að öllu leyti," sagði Grétar eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. "Maður hefði haldið að í öllum eðlilegum samfélögum yrði það talið þeim til tekna sem sýnir bót og betrun, vinnur með lögreglu og kemur fram eins og maður. Það virðist ekki vera hér." Hann sagðist þó ekki hafa hug á að fara lengra með mál sitt og kvaðst ekki ósáttur við að vera dæmdur í fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. "Ég er bara ekki sáttur við að fá uppkveðinn sama dóm og þeir." Eftir að lík Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar í fyrra var í fyrstu óttast að um morðmál væri að ræða enda stungusár á líkinu. Síðar kom í ljós að stungurnar voru gerðar eftir dauða Vaidasar til að hindra að líkið flyti upp vegna gasmyndunar við rotnun þess. Vaidas hafði flutt innvortis til landsins amfetamín í 61 pakkningu sem hann gleypti. Hann veiktist hins vegar daginn eftir komuna til landsins vegna stíflu í mjógirni af völdum pakkninganna. Grétar, Jónas og Tomas létu hjá líða að koma Vaidasi til hjálpar og lést hann sárkvalinn þremur dögum síðar. Jónas og Tomas óku svo með lík hans frá Reykjavík austur á Neskaupstað þar sem þeir sökktu því í sjó við netagerðarbryggjuna. Grétar, sem er frá Neskaupstað, flaug austur og aðstoðaði við að fela líkið. Eftir að málið komst í hámæli lýsti Grétar því hvernig honum þætti sér ógnað af lítháískri mafíu, en hann kvaðst laus við þann ótta nú og málið væri liðið hjá. "Núna er ég bara að sinna mínu lífi, halda heimili og vera til friðs," sagði hann fyrir utan Hæstarétt í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. "Þetta er bara úr í hött að öllu leyti," sagði Grétar eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. "Maður hefði haldið að í öllum eðlilegum samfélögum yrði það talið þeim til tekna sem sýnir bót og betrun, vinnur með lögreglu og kemur fram eins og maður. Það virðist ekki vera hér." Hann sagðist þó ekki hafa hug á að fara lengra með mál sitt og kvaðst ekki ósáttur við að vera dæmdur í fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. "Ég er bara ekki sáttur við að fá uppkveðinn sama dóm og þeir." Eftir að lík Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar í fyrra var í fyrstu óttast að um morðmál væri að ræða enda stungusár á líkinu. Síðar kom í ljós að stungurnar voru gerðar eftir dauða Vaidasar til að hindra að líkið flyti upp vegna gasmyndunar við rotnun þess. Vaidas hafði flutt innvortis til landsins amfetamín í 61 pakkningu sem hann gleypti. Hann veiktist hins vegar daginn eftir komuna til landsins vegna stíflu í mjógirni af völdum pakkninganna. Grétar, Jónas og Tomas létu hjá líða að koma Vaidasi til hjálpar og lést hann sárkvalinn þremur dögum síðar. Jónas og Tomas óku svo með lík hans frá Reykjavík austur á Neskaupstað þar sem þeir sökktu því í sjó við netagerðarbryggjuna. Grétar, sem er frá Neskaupstað, flaug austur og aðstoðaði við að fela líkið. Eftir að málið komst í hámæli lýsti Grétar því hvernig honum þætti sér ógnað af lítháískri mafíu, en hann kvaðst laus við þann ótta nú og málið væri liðið hjá. "Núna er ég bara að sinna mínu lífi, halda heimili og vera til friðs," sagði hann fyrir utan Hæstarétt í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira