Lið ÍBV verður að stöðva Ramune 27. apríl 2005 00:01 Lið Hauka í DHL-deild kvenna í handknattleik getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV á Ásvöllum í kvöld. Haukastúlkur eru með afar vænlega stöðu eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum og unnu að auki báðar viðureignir liðanna á Ásvöllum í deildinni í vetur. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í viðureign kvöldsins. "Satt að segja þá vona ég að ÍBV vinni leikinn á morgun svona upp á einvígið að gera því handboltans vegna væri fúlt ef þetta færi 3-0," sagði Kári. "Það hefur komið mér á óvart að leikirnir hafa verið slakir og sérstaklega sá fyrsti. ÍBV var óheppið í síðasta leik og fór illa með mörg dauðafæri sem kostaði það leikinn." ÍBV lagði mikla áherslu á að stöðva Ramune Pekarskyte í fyrsta leiknum en í síðustu viðureign lék hún lausum hala og skoraði 11 mörk. Kári taldi lykilatriði fyrir Eyjastúlkur að leika 5-1 vörn og taka Ramune úr umferð. "Þær eru það lágvaxnar að þær eiga ekki roð í hana í 6-0 vörninni. Varnarleikurinn hjá ÍBV gekk ágætlega upp í fyrsta leiknum. Liðið fékk fá mörk á sig og Haukarnir voru í vandræðum sóknarlega á móti þessu varnarafbrigði." Kári sagðist alltaf hafa haft á von á að Haukastúlkur myndu bera sigur úr býtum. "ÍBV hefur heldur ekki gengið vel á Ásvöllum og ég er ekki ýkja bjartsýnn á að liðið nái að vinna í kvöld, styrkleikamunurinn er það mikill. Ég vona bara að við fáum góðan leik," sagði Kári Garðarsson. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Lið Hauka í DHL-deild kvenna í handknattleik getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV á Ásvöllum í kvöld. Haukastúlkur eru með afar vænlega stöðu eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum og unnu að auki báðar viðureignir liðanna á Ásvöllum í deildinni í vetur. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í viðureign kvöldsins. "Satt að segja þá vona ég að ÍBV vinni leikinn á morgun svona upp á einvígið að gera því handboltans vegna væri fúlt ef þetta færi 3-0," sagði Kári. "Það hefur komið mér á óvart að leikirnir hafa verið slakir og sérstaklega sá fyrsti. ÍBV var óheppið í síðasta leik og fór illa með mörg dauðafæri sem kostaði það leikinn." ÍBV lagði mikla áherslu á að stöðva Ramune Pekarskyte í fyrsta leiknum en í síðustu viðureign lék hún lausum hala og skoraði 11 mörk. Kári taldi lykilatriði fyrir Eyjastúlkur að leika 5-1 vörn og taka Ramune úr umferð. "Þær eru það lágvaxnar að þær eiga ekki roð í hana í 6-0 vörninni. Varnarleikurinn hjá ÍBV gekk ágætlega upp í fyrsta leiknum. Liðið fékk fá mörk á sig og Haukarnir voru í vandræðum sóknarlega á móti þessu varnarafbrigði." Kári sagðist alltaf hafa haft á von á að Haukastúlkur myndu bera sigur úr býtum. "ÍBV hefur heldur ekki gengið vel á Ásvöllum og ég er ekki ýkja bjartsýnn á að liðið nái að vinna í kvöld, styrkleikamunurinn er það mikill. Ég vona bara að við fáum góðan leik," sagði Kári Garðarsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira