Nýr öryrki sjöttu hverja stund 26. apríl 2005 00:01 Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra kynnti skýrsluna Fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingar sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók saman. Samkvæmt henni hefur öryrkjum fjölgað úr 8.700 árið 1992 í 13.800 árið 2004 og hefur hlutfallslega fjölgað mest í hópi yngri öryrkja. Þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir og veldur hún mönnum áhyggjum þar sem hún á sér ekki hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Fjölgun öryrkja er meðal annars rakin til hertra krafna um arðsemi á vinnumarkaði þar sem þeir sem orðið hafa atvinnulausir til lengri tíma hafa að lokum orðið öryrkjar. Einnig er þróunin rakin til breytinga sem gerðar voru á örorkumatsstaðli árið 1999. Tryggvi Þór Herbertsson segir að breytingin hafi verið á þann veg að fólk sé nú einungis metið út frá læknisfræðilegum forsendum en ekki út frá afkomumöguleikum eða starfsþreki þannig að það virðist vera orðið mun erfiðara fyrir Tryggingastofnun eða tryggingalækna að hafna fólki um örorkumat. Þá sé munur á atvinnuleysisbótum og örorkulífeyri orðinn það mikill að það sé fjárhagslegur hvati fyrir þann sem glímir við langtímaatvinnuleysi að sækja um örorkulífeyri. Erfitt sé að hafa hemil á þessu vegna læknisfræðilega matsins. Heilbrigðisráðherra hefur kynnt ríkisstjórn skýrsluna og hefur verið ákveðið að nefnd skipuð fulltrúum fjármála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis fari yfir stöðuna og skili tillögum fyrir 15. júní næstkomandi um hugsanlegar aðgerðir. Heilbrigðisráðherra telur brýnast að skoða fjölgun ungra öryrkja. Hann segir það stóhættulegt fyrir ungt fólk sem eigi við tímabunda erfiðleika að etja að festast í þessu kerfi. Aðspurður hhvor það sé ekki augljóst samkvæmt upplýsingunum í skýrslunni að örorkumatið standist ekki segir Jón ljóst að það sé auðveldara en áður að komast á örorkubætur án þess að hann vilji leggja mat á það hvort það hafi verið of erfitt áður, en þetta þurfi að fara yfir. Öryrkjabandalag Íslands segir að skýrsla heilbrigðisráðherra um fjölgun öryrkja sé athyglisvert innlegg í þarfa umræðu um þessi málefni. Hún staðfesti það sem bandalagið hafi haldið fram, að tengsl séu á milli atvinnustigs og örorku og því komi niðurstöður hennar ekki á óvart. Öryrkjabandalagið efast hins vegar um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja, þar sem ekki sé byggt á skattagögnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra kynnti skýrsluna Fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingar sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók saman. Samkvæmt henni hefur öryrkjum fjölgað úr 8.700 árið 1992 í 13.800 árið 2004 og hefur hlutfallslega fjölgað mest í hópi yngri öryrkja. Þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir og veldur hún mönnum áhyggjum þar sem hún á sér ekki hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Fjölgun öryrkja er meðal annars rakin til hertra krafna um arðsemi á vinnumarkaði þar sem þeir sem orðið hafa atvinnulausir til lengri tíma hafa að lokum orðið öryrkjar. Einnig er þróunin rakin til breytinga sem gerðar voru á örorkumatsstaðli árið 1999. Tryggvi Þór Herbertsson segir að breytingin hafi verið á þann veg að fólk sé nú einungis metið út frá læknisfræðilegum forsendum en ekki út frá afkomumöguleikum eða starfsþreki þannig að það virðist vera orðið mun erfiðara fyrir Tryggingastofnun eða tryggingalækna að hafna fólki um örorkumat. Þá sé munur á atvinnuleysisbótum og örorkulífeyri orðinn það mikill að það sé fjárhagslegur hvati fyrir þann sem glímir við langtímaatvinnuleysi að sækja um örorkulífeyri. Erfitt sé að hafa hemil á þessu vegna læknisfræðilega matsins. Heilbrigðisráðherra hefur kynnt ríkisstjórn skýrsluna og hefur verið ákveðið að nefnd skipuð fulltrúum fjármála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis fari yfir stöðuna og skili tillögum fyrir 15. júní næstkomandi um hugsanlegar aðgerðir. Heilbrigðisráðherra telur brýnast að skoða fjölgun ungra öryrkja. Hann segir það stóhættulegt fyrir ungt fólk sem eigi við tímabunda erfiðleika að etja að festast í þessu kerfi. Aðspurður hhvor það sé ekki augljóst samkvæmt upplýsingunum í skýrslunni að örorkumatið standist ekki segir Jón ljóst að það sé auðveldara en áður að komast á örorkubætur án þess að hann vilji leggja mat á það hvort það hafi verið of erfitt áður, en þetta þurfi að fara yfir. Öryrkjabandalag Íslands segir að skýrsla heilbrigðisráðherra um fjölgun öryrkja sé athyglisvert innlegg í þarfa umræðu um þessi málefni. Hún staðfesti það sem bandalagið hafi haldið fram, að tengsl séu á milli atvinnustigs og örorku og því komi niðurstöður hennar ekki á óvart. Öryrkjabandalagið efast hins vegar um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja, þar sem ekki sé byggt á skattagögnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira