Reykvíkingar afskiptir Trausti Hafliðason skrifar 22. apríl 2005 00:01 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði á dögunum fram nýja samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008. Líkt og alltaf þegar ný samgönguáætlun er kynnt rísa stjórnmálamenn upp og gagnrýna að ekki sé nægu fé ráðstafað í þetta verkefnið eða hitt. Oftast, næstum alltaf, eru pólitíkusarnir að gagnrýna að ekki sé peningum veitt í vegaframkvæmdir í þeirra kjördæmi. Þeir hafa jú beina hagsmuni af því að tala fyrir sitt fólk, sína kjósendur. Sá hópur sem hefur látið hæst í sér heyra um samgönguáætlun Sturlu er reykvískir þingmenn og ekki síst borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans. Rauði þráðurinn í þeirra gagnrýni er að höfuðborgarsvæðið sé afskipt þegar kemur að því að dreifa almannafé til vegaframkvæmda. Hlutfallslega sé miklu meira fé varið til uppbyggingar á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það sé ósanngjarnt þar sem um helmingur landsmanna búi á suðvesturhorninu og bílaumferð þar sé miklu meiri en á landsbyggðinni. Það sem mest hefur verið rætt um varðandi nýja samgönguáætlun er annars vegar hin sex milljarða króna Héðinsfjarðargöng sem munu tengja Siglufjörð við Ólafsfjörð, og þar af leiðandi Eyjafjarðarsvæðið, og hins vegar hin átta til tíu milljarða króna Sundabraut sem mun tengja miðborg Reykjavíkur við Grafarvog og í framtíðinni Vesturlandsveg. Reykvískir stjórnmálamenn hafa fallið í þá gryfju að bera þessar framkvæmdir saman og komist að þeirri niðurstöðu að Sundabrautin sé miklu arðvænlegri fjárfestingarkostur og þar af leiðandi hefði verið borðliggjandi að ráðast í gerð hennar á undan göngunum. Þetta er í besta falli vafasamur samanburður. Þessar framkvæmdir þjóna það ólíkum tilgangi að varla er hægt að bera þær saman. Annars vegar er um að ræða framkvæmd sem er tilraun til þess að blása lífi í byggð sem stendur mjög höllum fæti. Bara síðan árið 1997 hefur íbúum á Siglufirði fækkað um tólf prósent og engin teikn eru á lofti um að fólksfjöldalínuritið sé á leiðinni í aðra átt en niður ef ekkert verður gert. Hins vegar er um að ræða framkvæmd sem er til þess fallin að bæta samgöngur á svæði sem stendur í miklum blóma. Vissulega er brýnt að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en það má ekki vera á kostnað landsbyggðarinnar - nema þá að ríkisstjórnin vendi sínu kvæði í kross og leggi niður allt sem heitir byggðastefna og sætti sig einfaldlega við það að ákveðin svæði á landinu séu einfaldlega ekki þess virði að leggja einhverja sérstaka rækt í þau. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði, hefur ítrekað lýst því yfir að Héðinsfjarðargöngin séu lífsspursmál fyrir bæinn. "Bættari samgöngur eru forsenda þess að Siglufjörður fái sem best þrifist," sagði Runólfur í viðtali í Fréttablaðinu ekki alls fyrir löngu. "Ekki síst eru göngin mikilvæg ef Siglufjörður á að geta sameinast öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð, en það viljum við gjarnan gera. Ef þetta verður ekki gert mun Siglufjörður eiga mjög erfitt uppdráttar, ekki síst nú þegar verið er að leggja strandsiglingar af og hætt verður að fljúga á Sauðárkrók. Ef stjórnvöld ætla ekki að leggja neina rækt við þennan bæ hefði alveg eins verið hægt að leggja hann niður árið 1966 eða 1967 þegar síldin hvarf." Síðan er líka hópur stjórnmálamanna sem sér ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í báðar þessar framkvæmdir á sama tíma. En er það skynsamlegt? Varla. Bæði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, lýstu því yfir í Fréttablaðinu fyrir nokkrum mánuðum að mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Slík stórframkvæmd myndi auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella. Miðað við stöðuna í dag virðist alveg ljóst að höfuðborgarbúar verði að bíða í að minnsta kosti fjögur ár eftir að Sundabrautin verði byggð. Reyndar er smá vonarglæta um að eitthvað gerist fyrr. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur nefnilega lýst því yfir að hún vilji skoða möguleikann á að setja Sundabrautina í einkaframkvæmd.Trausti Hafliðason -trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði á dögunum fram nýja samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008. Líkt og alltaf þegar ný samgönguáætlun er kynnt rísa stjórnmálamenn upp og gagnrýna að ekki sé nægu fé ráðstafað í þetta verkefnið eða hitt. Oftast, næstum alltaf, eru pólitíkusarnir að gagnrýna að ekki sé peningum veitt í vegaframkvæmdir í þeirra kjördæmi. Þeir hafa jú beina hagsmuni af því að tala fyrir sitt fólk, sína kjósendur. Sá hópur sem hefur látið hæst í sér heyra um samgönguáætlun Sturlu er reykvískir þingmenn og ekki síst borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans. Rauði þráðurinn í þeirra gagnrýni er að höfuðborgarsvæðið sé afskipt þegar kemur að því að dreifa almannafé til vegaframkvæmda. Hlutfallslega sé miklu meira fé varið til uppbyggingar á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það sé ósanngjarnt þar sem um helmingur landsmanna búi á suðvesturhorninu og bílaumferð þar sé miklu meiri en á landsbyggðinni. Það sem mest hefur verið rætt um varðandi nýja samgönguáætlun er annars vegar hin sex milljarða króna Héðinsfjarðargöng sem munu tengja Siglufjörð við Ólafsfjörð, og þar af leiðandi Eyjafjarðarsvæðið, og hins vegar hin átta til tíu milljarða króna Sundabraut sem mun tengja miðborg Reykjavíkur við Grafarvog og í framtíðinni Vesturlandsveg. Reykvískir stjórnmálamenn hafa fallið í þá gryfju að bera þessar framkvæmdir saman og komist að þeirri niðurstöðu að Sundabrautin sé miklu arðvænlegri fjárfestingarkostur og þar af leiðandi hefði verið borðliggjandi að ráðast í gerð hennar á undan göngunum. Þetta er í besta falli vafasamur samanburður. Þessar framkvæmdir þjóna það ólíkum tilgangi að varla er hægt að bera þær saman. Annars vegar er um að ræða framkvæmd sem er tilraun til þess að blása lífi í byggð sem stendur mjög höllum fæti. Bara síðan árið 1997 hefur íbúum á Siglufirði fækkað um tólf prósent og engin teikn eru á lofti um að fólksfjöldalínuritið sé á leiðinni í aðra átt en niður ef ekkert verður gert. Hins vegar er um að ræða framkvæmd sem er til þess fallin að bæta samgöngur á svæði sem stendur í miklum blóma. Vissulega er brýnt að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en það má ekki vera á kostnað landsbyggðarinnar - nema þá að ríkisstjórnin vendi sínu kvæði í kross og leggi niður allt sem heitir byggðastefna og sætti sig einfaldlega við það að ákveðin svæði á landinu séu einfaldlega ekki þess virði að leggja einhverja sérstaka rækt í þau. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði, hefur ítrekað lýst því yfir að Héðinsfjarðargöngin séu lífsspursmál fyrir bæinn. "Bættari samgöngur eru forsenda þess að Siglufjörður fái sem best þrifist," sagði Runólfur í viðtali í Fréttablaðinu ekki alls fyrir löngu. "Ekki síst eru göngin mikilvæg ef Siglufjörður á að geta sameinast öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð, en það viljum við gjarnan gera. Ef þetta verður ekki gert mun Siglufjörður eiga mjög erfitt uppdráttar, ekki síst nú þegar verið er að leggja strandsiglingar af og hætt verður að fljúga á Sauðárkrók. Ef stjórnvöld ætla ekki að leggja neina rækt við þennan bæ hefði alveg eins verið hægt að leggja hann niður árið 1966 eða 1967 þegar síldin hvarf." Síðan er líka hópur stjórnmálamanna sem sér ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í báðar þessar framkvæmdir á sama tíma. En er það skynsamlegt? Varla. Bæði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, lýstu því yfir í Fréttablaðinu fyrir nokkrum mánuðum að mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Slík stórframkvæmd myndi auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella. Miðað við stöðuna í dag virðist alveg ljóst að höfuðborgarbúar verði að bíða í að minnsta kosti fjögur ár eftir að Sundabrautin verði byggð. Reyndar er smá vonarglæta um að eitthvað gerist fyrr. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur nefnilega lýst því yfir að hún vilji skoða möguleikann á að setja Sundabrautina í einkaframkvæmd.Trausti Hafliðason -trausti@frettabladid.is
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun