Skoða þarf fjármál flokkanna 20. apríl 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vill á ný koma á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi það verkefni að leggja mat á þörf fyrir lagaumbætur sem snerta fjármál stjórnmálaflokkana. Þetta kemur fram í skýrslu sem hann lagði fram á Alþingi í gær, en tilefni hennar er beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um skýrslu frá forsætisráðherra um fjárframlög til starfsemi stjórnmálaflokka, sem var lögð fram fyrr í vetur. Í skýrslunni segir að forsætisráðuneytið telji mikilvægt að samstaða sé milli stjórnmálaflokkana um meginreglur í þessum efnum og eðlilegt sé að stefnumörkun sé í höndum forsætisráðuneytisins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2000 hafi opinberir styrkir til stjórnmálaflokka numið 136 milljónum króna en aukist í 200 milljónir króna árið 2004. Fyrirtæki og einstaklingar hafa samkvæmt lögum heimild til að draga frá tekjum sínum framlög til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, sem nýtir sér þennan frádrátt, meira en tvöfaldast á undanförnum sjö árum. Sú upphæð, sem færð var til frádráttar á þessu tímabili, nam tæpum 200 milljónum króna árið 1998 en hafði hækkað í liðlega 680 milljónir króna árið 2004. Í ljósi skýrslunnar telur forsætisráðherra rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur jafnframt að þótt ákvæði stjórnarskrár sem fjallar um félagafrelsi feli í sér sérstaka vernd fyrir stjórnmálaflokkana sé ekki hægt að líta svo á að sú staðreynd girði fyrir að settar verði almennar reglur um fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka, enda samrýmist þær þeim sjónarmiðum sem lögð séu til grundvallar á alþjóðavettvangi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vill á ný koma á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi það verkefni að leggja mat á þörf fyrir lagaumbætur sem snerta fjármál stjórnmálaflokkana. Þetta kemur fram í skýrslu sem hann lagði fram á Alþingi í gær, en tilefni hennar er beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um skýrslu frá forsætisráðherra um fjárframlög til starfsemi stjórnmálaflokka, sem var lögð fram fyrr í vetur. Í skýrslunni segir að forsætisráðuneytið telji mikilvægt að samstaða sé milli stjórnmálaflokkana um meginreglur í þessum efnum og eðlilegt sé að stefnumörkun sé í höndum forsætisráðuneytisins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2000 hafi opinberir styrkir til stjórnmálaflokka numið 136 milljónum króna en aukist í 200 milljónir króna árið 2004. Fyrirtæki og einstaklingar hafa samkvæmt lögum heimild til að draga frá tekjum sínum framlög til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, sem nýtir sér þennan frádrátt, meira en tvöfaldast á undanförnum sjö árum. Sú upphæð, sem færð var til frádráttar á þessu tímabili, nam tæpum 200 milljónum króna árið 1998 en hafði hækkað í liðlega 680 milljónir króna árið 2004. Í ljósi skýrslunnar telur forsætisráðherra rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur jafnframt að þótt ákvæði stjórnarskrár sem fjallar um félagafrelsi feli í sér sérstaka vernd fyrir stjórnmálaflokkana sé ekki hægt að líta svo á að sú staðreynd girði fyrir að settar verði almennar reglur um fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka, enda samrýmist þær þeim sjónarmiðum sem lögð séu til grundvallar á alþjóðavettvangi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira