Rannsókn skotárásar langt komin 20. apríl 2005 00:01 Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Fjarlægja þurfit byssukúlur með skurðaðgerð úr lærvöðva og hendi piltsins á sunnudag. Lögreglan frétti frá sjúkrahúsinu að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað en það var ekki fyrr en í hádeginu í gær sem pilturinn kærði árásina sem gerð var með loftskammbyssu. Mennirnir fengu piltinn upp í bíl og keyrðu með hann norður gamla Vaðlaheiðarveginn þar sem þeir skipuðu honum út og skutu nokkrum skotum á hann. Þeir létu ekki þar við sitja heldur létu piltinn afklæðast og skutu á hann sex skotum til viðbótar sem virðist aðeins hafa verið til þess fallið að niðurlægja piltinn enn frekar. Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir ljóst að ein og sama byssan hafi verið notuð og að hún sé líklega ólögleg. Hann segir að með því að rannsaka málið með það að leiðarljósi að það tengdist fíkniefnum tókst lögreglunni að þrengja hringinn sem leiddi til þess að á mánudag voru tveir menn handteknir sem talið var að tengdust málinu. Mennirnir sem voru handteknir eru rúmlega tvítugir og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Annar þeirra játaði að hafa skotið úr byssunni en skotin voru að minnsta kosti ellefu. Yfirheyrslum yfir hinum manninum er nýlokið en hann er grunaður um fíkniefnaþátt málsins. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en líkur er á að honum verði sleppt í kvöld ef játning fæst. Daníel hefur áhyggjur af auknum fíkniefnabrotum og ofbeldisverkum í hans umdæmi. Hann segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum því aðförin að fórnarlambinu hefði getað orðið lífshættuleg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Fjarlægja þurfit byssukúlur með skurðaðgerð úr lærvöðva og hendi piltsins á sunnudag. Lögreglan frétti frá sjúkrahúsinu að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað en það var ekki fyrr en í hádeginu í gær sem pilturinn kærði árásina sem gerð var með loftskammbyssu. Mennirnir fengu piltinn upp í bíl og keyrðu með hann norður gamla Vaðlaheiðarveginn þar sem þeir skipuðu honum út og skutu nokkrum skotum á hann. Þeir létu ekki þar við sitja heldur létu piltinn afklæðast og skutu á hann sex skotum til viðbótar sem virðist aðeins hafa verið til þess fallið að niðurlægja piltinn enn frekar. Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir ljóst að ein og sama byssan hafi verið notuð og að hún sé líklega ólögleg. Hann segir að með því að rannsaka málið með það að leiðarljósi að það tengdist fíkniefnum tókst lögreglunni að þrengja hringinn sem leiddi til þess að á mánudag voru tveir menn handteknir sem talið var að tengdust málinu. Mennirnir sem voru handteknir eru rúmlega tvítugir og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Annar þeirra játaði að hafa skotið úr byssunni en skotin voru að minnsta kosti ellefu. Yfirheyrslum yfir hinum manninum er nýlokið en hann er grunaður um fíkniefnaþátt málsins. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en líkur er á að honum verði sleppt í kvöld ef játning fæst. Daníel hefur áhyggjur af auknum fíkniefnabrotum og ofbeldisverkum í hans umdæmi. Hann segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum því aðförin að fórnarlambinu hefði getað orðið lífshættuleg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira