Förðun og frami að námi loknu 20. apríl 2005 00:01 "Ég er nýbúin að ljúka við að farða fyrir þættina Allt í drasli og svo starfa ég við Ávaxtakörfuna," segir Linda Jóhannsdóttir á meðan hún dregur fram penslasettið, en við nám í förðun skiptir öllu máli að eiga gott safn af penslum en grunnsett fylgir með náminu. "Ég hef fengið heilmörg skemmtileg tækifæri eftir að ég útskrifaðist meðal annars við auglýsingar, danssýningar og fleira," segir Linda og hún tekur fram að námið hafi gert hana fullfæra um að starfa við fagið. "Ég var mjög ánægð með námið og það var mun meira en ég reiknaði með," segir Linda og tekur til við að farða módel sem hefur komið sér fyrir í förðunarstólnum hjá henni. Eva Natalja Róbertsdóttir, sem einnig stendur við stólinn og farðar módelið, er enn í framhaldsnáminu en tekur undir orð Lindu. "Það sem ég kann einna best við skólann er hvað hann er persónulegur og að það sé hugsað um hvern og einn nemenda og okkur er leiðbeint sem einstaklingum en ekki hóp," segir Eva Natalja en Emm school of makeup er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á framhaldsnám í förðun á eftir grunnnámi og er þar leitast við að draga fram áhuga og hæfileika hvers og eins. Linda kinkar kolli og bætir við að það sé ekki bara verið að kenna þeim að farða heldur er þeim kennt inn á iðnaðinn og hvernig eigi að fylgjast með nýjustu tískustraumum. Stúlkurnar láta sig báðar dreyma um framhaldsnám en Lindu langar að verða stílisti á meðan Evu Natalju langar til að læra kvikmyndaförðun. "Námið í skólanum er heilmikið og mikið er um heimavinnu auk þess sem við vinnum lokaverkefni, en báðar höfum við lært mjög mikið og byggt góðan grunn fyrir frekari nám," segja þær stöllur og leggja lokahönd á að farða módelið af mikilli fagmennsku. Nám Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég er nýbúin að ljúka við að farða fyrir þættina Allt í drasli og svo starfa ég við Ávaxtakörfuna," segir Linda Jóhannsdóttir á meðan hún dregur fram penslasettið, en við nám í förðun skiptir öllu máli að eiga gott safn af penslum en grunnsett fylgir með náminu. "Ég hef fengið heilmörg skemmtileg tækifæri eftir að ég útskrifaðist meðal annars við auglýsingar, danssýningar og fleira," segir Linda og hún tekur fram að námið hafi gert hana fullfæra um að starfa við fagið. "Ég var mjög ánægð með námið og það var mun meira en ég reiknaði með," segir Linda og tekur til við að farða módel sem hefur komið sér fyrir í förðunarstólnum hjá henni. Eva Natalja Róbertsdóttir, sem einnig stendur við stólinn og farðar módelið, er enn í framhaldsnáminu en tekur undir orð Lindu. "Það sem ég kann einna best við skólann er hvað hann er persónulegur og að það sé hugsað um hvern og einn nemenda og okkur er leiðbeint sem einstaklingum en ekki hóp," segir Eva Natalja en Emm school of makeup er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á framhaldsnám í förðun á eftir grunnnámi og er þar leitast við að draga fram áhuga og hæfileika hvers og eins. Linda kinkar kolli og bætir við að það sé ekki bara verið að kenna þeim að farða heldur er þeim kennt inn á iðnaðinn og hvernig eigi að fylgjast með nýjustu tískustraumum. Stúlkurnar láta sig báðar dreyma um framhaldsnám en Lindu langar að verða stílisti á meðan Evu Natalju langar til að læra kvikmyndaförðun. "Námið í skólanum er heilmikið og mikið er um heimavinnu auk þess sem við vinnum lokaverkefni, en báðar höfum við lært mjög mikið og byggt góðan grunn fyrir frekari nám," segja þær stöllur og leggja lokahönd á að farða módelið af mikilli fagmennsku.
Nám Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira