Til Amman í arabískunám 20. apríl 2005 00:01 "Við ætluðum í ferðalag um Austurlöndin en foreldrum okkar leist alls ekki vel á þá hugmynd. Því skráðum við okkur í nám í arabísku fyrir útlendinga í Amman í Jórdaníu. Þá verðum við í nokkuð öruggu háskólaumhverfi," segir Þorbjörg. "Þá fengum við að minnsta kosti gult ljós frá fólkinu okkar og ef ekki verður stríð þá sleppur þetta," bætir Anna við brosandi. Báðar vonast til að komast til Sýrlands og Líbanons og Anna nefnir reyndar líka Ísrael og Írak - en bara lágt. Þær eru báðar tvítugar og eru að lesa undir fyrstu vorprófin í lögfræði. En þar sem þær ætla út um miðjan september og verða fram í febrúar er ljóst að þær munu salta lögfræðina. "Við sleppum alveg næsta vetri," segja þær frekar feginsamlega. Arabískunámið segja þær kosta álíka mikið og eina önn í Háskóla Íslands, uppihaldið sé mun ódýrara í Amman en hér og ferðakostnaðurinn ekkert til að setja fyrir sig. En halda þær að hægt sé að komast inn í svona framandi mál á fjórum mánuðum? "Ja, eitthvað lærum við," segir Anna ákveðin. "Námið er byggt þannig upp að fyrst er talþjálfun og síðan verður okkur kennt að skrifa stafrófið og fleira." "Svo er boðið uppá ókeypis ferðir um helgar. Þessi deild háskólans virðist halda vel utan um nemendurna og auk þess að fá kennslu í tungumálinu eru þeir fræddir um mannlíf og menningu á svæðinu," upplýsir Þorbjörg sem í vetur hefur sótt námskeið í Kóraninum meðfram laganáminu. Stúlkurnar eru sammála um að Austurlöndin séu bæði framandi og forvitnileg. "Svæðið hefur verið mikið í fréttum og margir hafa sterkar skoðanir á því sem þar fer fram," segir Anna. "Já," segir Þorbjörg. "Það eru þær skoðanir sem gerir það áhugaverðara en önnur svæði. Okkur langar að kynnast því af eigin raun." Nám Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Við ætluðum í ferðalag um Austurlöndin en foreldrum okkar leist alls ekki vel á þá hugmynd. Því skráðum við okkur í nám í arabísku fyrir útlendinga í Amman í Jórdaníu. Þá verðum við í nokkuð öruggu háskólaumhverfi," segir Þorbjörg. "Þá fengum við að minnsta kosti gult ljós frá fólkinu okkar og ef ekki verður stríð þá sleppur þetta," bætir Anna við brosandi. Báðar vonast til að komast til Sýrlands og Líbanons og Anna nefnir reyndar líka Ísrael og Írak - en bara lágt. Þær eru báðar tvítugar og eru að lesa undir fyrstu vorprófin í lögfræði. En þar sem þær ætla út um miðjan september og verða fram í febrúar er ljóst að þær munu salta lögfræðina. "Við sleppum alveg næsta vetri," segja þær frekar feginsamlega. Arabískunámið segja þær kosta álíka mikið og eina önn í Háskóla Íslands, uppihaldið sé mun ódýrara í Amman en hér og ferðakostnaðurinn ekkert til að setja fyrir sig. En halda þær að hægt sé að komast inn í svona framandi mál á fjórum mánuðum? "Ja, eitthvað lærum við," segir Anna ákveðin. "Námið er byggt þannig upp að fyrst er talþjálfun og síðan verður okkur kennt að skrifa stafrófið og fleira." "Svo er boðið uppá ókeypis ferðir um helgar. Þessi deild háskólans virðist halda vel utan um nemendurna og auk þess að fá kennslu í tungumálinu eru þeir fræddir um mannlíf og menningu á svæðinu," upplýsir Þorbjörg sem í vetur hefur sótt námskeið í Kóraninum meðfram laganáminu. Stúlkurnar eru sammála um að Austurlöndin séu bæði framandi og forvitnileg. "Svæðið hefur verið mikið í fréttum og margir hafa sterkar skoðanir á því sem þar fer fram," segir Anna. "Já," segir Þorbjörg. "Það eru þær skoðanir sem gerir það áhugaverðara en önnur svæði. Okkur langar að kynnast því af eigin raun."
Nám Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira