Sagði þingmenn bera inn gróusögur 12. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. Helgi Hjörvar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til að greina frá því að forseti Alþingis hefði meinað sér að leggja fram fyrirspurn um það hvort forsætiráðherra hygðist gera Alþingi grein fyrir hagsmunatengslum sínum, fjárhagslegum samskiptum sínum og Framsóknarflokksins við væntanlega bjóðendur í hlutabréf ríkissjóðs í Landssímanum. Helgi sagði að þegar forseti Alþingis hefði neitað honum um birta þessa spurningu hefði hann boðist til að umorða hana svo að sett yrði „ef hagsmunatengsl væru“ eða „sé þeim til að dreifa“ eða tryggja að spurningin væri ekki leiðandi. Forseti hafi aftur neitað og sagt að ekki væri um opinbert málefni að ræða heldur dylgjur. Forseti þingsins, Halldór Blöndal, sagði að samkvæmt þingsköpum hefði þingmanninum borið að bera það undir þingfundinn umræðulaust hvort fyrirspurnin skyldi leyfð. Hann gaf síðan forsætisráðherra orðið. Hann sagði að það væri orðin föst regla þegar upp kæmu óvægin innanflokksátök í Samfylkingunni reyndu flokksmenn þar að beina athygli fjölmiðla að öðrum málum. Hann sagði Framsóknarflokkinn engin hagsmunatengsl hafa við fyrirtæki og að inn á Alþingi væri borin inn enn ein gróusagan frá Samfylkingunni. Hann tæki ekki þátt í því. Það gengi m.a. sú gróusaga í þjóðfélaginu að það væru sterk hagsmunatengsl á milli Samfylkingarinnar og Baugs. Hann tryði því ekki enda hefði engum þingmanni Framsóknarflokksins dottið í hug að taka það upp á Alþingi. Hann bað þingmenn Samfylkingarinnar að beina áhuga sínum að innanflokksátökunum en láta það vera að fylla Alþingi af gróusögum. Helgi Hjörvar hvatti forsætisráðherra til að hreinsa andrúmsloftið. Hann fór fram á það að meint tengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann yrðu að fullu gerð opinber og öllum aðgengileg í einkavæðingarferlinu þannig að almenningur á Íslandi gæti treyst því að þar réðu annarleg sjónarmið ekki ríkjum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Sjá meira
Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. Helgi Hjörvar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til að greina frá því að forseti Alþingis hefði meinað sér að leggja fram fyrirspurn um það hvort forsætiráðherra hygðist gera Alþingi grein fyrir hagsmunatengslum sínum, fjárhagslegum samskiptum sínum og Framsóknarflokksins við væntanlega bjóðendur í hlutabréf ríkissjóðs í Landssímanum. Helgi sagði að þegar forseti Alþingis hefði neitað honum um birta þessa spurningu hefði hann boðist til að umorða hana svo að sett yrði „ef hagsmunatengsl væru“ eða „sé þeim til að dreifa“ eða tryggja að spurningin væri ekki leiðandi. Forseti hafi aftur neitað og sagt að ekki væri um opinbert málefni að ræða heldur dylgjur. Forseti þingsins, Halldór Blöndal, sagði að samkvæmt þingsköpum hefði þingmanninum borið að bera það undir þingfundinn umræðulaust hvort fyrirspurnin skyldi leyfð. Hann gaf síðan forsætisráðherra orðið. Hann sagði að það væri orðin föst regla þegar upp kæmu óvægin innanflokksátök í Samfylkingunni reyndu flokksmenn þar að beina athygli fjölmiðla að öðrum málum. Hann sagði Framsóknarflokkinn engin hagsmunatengsl hafa við fyrirtæki og að inn á Alþingi væri borin inn enn ein gróusagan frá Samfylkingunni. Hann tæki ekki þátt í því. Það gengi m.a. sú gróusaga í þjóðfélaginu að það væru sterk hagsmunatengsl á milli Samfylkingarinnar og Baugs. Hann tryði því ekki enda hefði engum þingmanni Framsóknarflokksins dottið í hug að taka það upp á Alþingi. Hann bað þingmenn Samfylkingarinnar að beina áhuga sínum að innanflokksátökunum en láta það vera að fylla Alþingi af gróusögum. Helgi Hjörvar hvatti forsætisráðherra til að hreinsa andrúmsloftið. Hann fór fram á það að meint tengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann yrðu að fullu gerð opinber og öllum aðgengileg í einkavæðingarferlinu þannig að almenningur á Íslandi gæti treyst því að þar réðu annarleg sjónarmið ekki ríkjum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Sjá meira