Segir vinnubrögð hóps ólýðræðisleg 12. apríl 2005 00:01 Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira