Enn hamlað gegn hagræðingu 12. apríl 2005 00:01 Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun