Misjafnar sættir í fjölmiðlamálum 11. apríl 2005 00:01 Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira