Segir tillögur sögulega sáttagjörð 7. apríl 2005 00:01 Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira