Óttast afleiðingar við sölu sjóðs 7. apríl 2005 00:01 Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þessu og hugsanlegum afleiðingum í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun, en sjóðurinn er opinber sjóður sem bændur hafa byggt upp með greiðslum og nýtur ríkisábyrgðar. Jón sagði að bændum hefði brugðið þegar tilkynnt hefði verið í fréttum Ríkissjónvarpsins 30. mars að ríkisstjórnin hefði ákveðið að selja lánasjóðinn og að svo kynni að fara að viðskiptabanki í eigu hinna ýmsu eignarhaldsfélaga, fjársterkra einstaklinga eða fyrirtækjasamsteypna eignaðist fyrsta veðrétt í nánast öllum jörðum á Íslandi. Fyrsti veðréttur á öllum jörðum í höndum bankastofnana sem eingöngu hugsuðu um tímabundinn gróða gæti á skömmum tíma gjörbreytt eignarhaldi á jörðum og búsetumynstri í landinu. Jón sagðist ekki viss um að það væri vilji þjóðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar hefur sjóðurinn verið mjög sveigjanlegur í innheimtu á lánum, langt umfram það sem nú tíðkast á peningamarkaðnum og óttast nú ýmsir að með harðari innheimtuaðgerðum kunni fjölmargar bújarðir að falla í hendur nýrra eigenda ef sjóðurinn verði seldur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði um síðustu áramót starfshóp til að fara yfir mál sjóðsins í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu á almenna fjármálamarkaðnum. Hann fullvissaði Jón Bjarnason að fullt samráð yrði haft við bændur um allar breytingar og meðal annars yrði skoðaður sá möguleiki að eignir sjóðsins umfram skuldbindingar rynnu í Lífeyrissjóð bænda ef til sölu kæmi. Hann óttaðist ekki að hagsmunum bænda yrði stefnt í voða þótt nýr eigandi eignaðist fyrsta verðrétt í fjölda bújarða því nú væru sumir bændur þegar farnir að greiða upp lán sín við sjóðinn með öðrum hagstæðari lánum og á hann þar væntanlega við vel stæða bændur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þessu og hugsanlegum afleiðingum í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun, en sjóðurinn er opinber sjóður sem bændur hafa byggt upp með greiðslum og nýtur ríkisábyrgðar. Jón sagði að bændum hefði brugðið þegar tilkynnt hefði verið í fréttum Ríkissjónvarpsins 30. mars að ríkisstjórnin hefði ákveðið að selja lánasjóðinn og að svo kynni að fara að viðskiptabanki í eigu hinna ýmsu eignarhaldsfélaga, fjársterkra einstaklinga eða fyrirtækjasamsteypna eignaðist fyrsta veðrétt í nánast öllum jörðum á Íslandi. Fyrsti veðréttur á öllum jörðum í höndum bankastofnana sem eingöngu hugsuðu um tímabundinn gróða gæti á skömmum tíma gjörbreytt eignarhaldi á jörðum og búsetumynstri í landinu. Jón sagðist ekki viss um að það væri vilji þjóðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar hefur sjóðurinn verið mjög sveigjanlegur í innheimtu á lánum, langt umfram það sem nú tíðkast á peningamarkaðnum og óttast nú ýmsir að með harðari innheimtuaðgerðum kunni fjölmargar bújarðir að falla í hendur nýrra eigenda ef sjóðurinn verði seldur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði um síðustu áramót starfshóp til að fara yfir mál sjóðsins í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu á almenna fjármálamarkaðnum. Hann fullvissaði Jón Bjarnason að fullt samráð yrði haft við bændur um allar breytingar og meðal annars yrði skoðaður sá möguleiki að eignir sjóðsins umfram skuldbindingar rynnu í Lífeyrissjóð bænda ef til sölu kæmi. Hann óttaðist ekki að hagsmunum bænda yrði stefnt í voða þótt nýr eigandi eignaðist fyrsta verðrétt í fjölda bújarða því nú væru sumir bændur þegar farnir að greiða upp lán sín við sjóðinn með öðrum hagstæðari lánum og á hann þar væntanlega við vel stæða bændur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira