Er erfitt en á réttri leið 3. apríl 2005 00:01 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira