Húsfrú og kennslukona 1. apríl 2005 00:01 "Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum. Atvinna Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum.
Atvinna Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira