Allt við landið heillar 31. mars 2005 00:01 Draumastaðurinn hennar Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur leikkonu er ekki svo fjarri og mun nær nú en þegar hún fór þangað fyrst. "Staðurinn sem mig langar til að fara til og dvelja á er Rússland. Ég er með einhverja Rússlandsáráttu. Landið og borgirnar og arkitektúrinn, sagan og listirnar finnst mér óskaplega heillandi en eins tengi ég svo vel við fólkið þar. Mér finnst undursamlegast að hitta fyrir fólk svona langt í burtu sem ég næ svona innilegu sambandi við. Mig langar að kunna rússnesku og bara prófa að vera þarna, lengi helst því ég fann mig ofboðslega mikið heima innan um þetta fólk og tengdi algerlega við land og þjóð," segir Guðlaug sem hefur tvisvar sinnum komið til Rússlands, á mjög ólíkum tímum. "Ég fór þarna fyrst árið sem ég var tvítug með hópi ungs fólks frá Evrópu og á Norðurlöndunum í ferð sem kallaðist "Next Stop Soviet" og var farin gegn kjarnorkutilraunum og í þágu samskipta, friðar og elskulegheita. Við komum þarna í lokin á glasnostinu en fyrir hinar gagngeru breytingar sem urðu á tíunda áratugnum. Þetta var alger óvissuferð inn í lokað og framandi land en ég bara heillaðist algerlega. Svo var ég svo heppin tíu árum seinna að vera að leika í sýningu með rússneskum leikstjóra og okkur var boðið til Mosvku og þá upplifði ég mjög sterkt hvað breytingarnar voru ótrúlegar." Guðlaug er samt ekki á leið til Rússlands í bráð því hún er á kafi í sýningunni Riðið inn í sólarlagið sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í næstu viku. "Þetta er mjög spennandi verk, finnst mér, um ungt fólk og samskipti þess, firringuna, ábyrgðarleysið og ábyrgðina, óttann við skuldbindingar og óttann við tilfinningar. Það skemmtilega er að öll þessi samskipti eiga sér í stað í svefnherbergjum persónanna og eins og allir vita sem eru komnir til vits og ára gerist ýmislegt innan veggja svefnherbergisins." Guðlaug verður þessvegna dálítið bundin við svefnherbergið á næstunni en Rússland er ekki að fara neitt. Ferðalög Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Draumastaðurinn hennar Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur leikkonu er ekki svo fjarri og mun nær nú en þegar hún fór þangað fyrst. "Staðurinn sem mig langar til að fara til og dvelja á er Rússland. Ég er með einhverja Rússlandsáráttu. Landið og borgirnar og arkitektúrinn, sagan og listirnar finnst mér óskaplega heillandi en eins tengi ég svo vel við fólkið þar. Mér finnst undursamlegast að hitta fyrir fólk svona langt í burtu sem ég næ svona innilegu sambandi við. Mig langar að kunna rússnesku og bara prófa að vera þarna, lengi helst því ég fann mig ofboðslega mikið heima innan um þetta fólk og tengdi algerlega við land og þjóð," segir Guðlaug sem hefur tvisvar sinnum komið til Rússlands, á mjög ólíkum tímum. "Ég fór þarna fyrst árið sem ég var tvítug með hópi ungs fólks frá Evrópu og á Norðurlöndunum í ferð sem kallaðist "Next Stop Soviet" og var farin gegn kjarnorkutilraunum og í þágu samskipta, friðar og elskulegheita. Við komum þarna í lokin á glasnostinu en fyrir hinar gagngeru breytingar sem urðu á tíunda áratugnum. Þetta var alger óvissuferð inn í lokað og framandi land en ég bara heillaðist algerlega. Svo var ég svo heppin tíu árum seinna að vera að leika í sýningu með rússneskum leikstjóra og okkur var boðið til Mosvku og þá upplifði ég mjög sterkt hvað breytingarnar voru ótrúlegar." Guðlaug er samt ekki á leið til Rússlands í bráð því hún er á kafi í sýningunni Riðið inn í sólarlagið sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í næstu viku. "Þetta er mjög spennandi verk, finnst mér, um ungt fólk og samskipti þess, firringuna, ábyrgðarleysið og ábyrgðina, óttann við skuldbindingar og óttann við tilfinningar. Það skemmtilega er að öll þessi samskipti eiga sér í stað í svefnherbergjum persónanna og eins og allir vita sem eru komnir til vits og ára gerist ýmislegt innan veggja svefnherbergisins." Guðlaug verður þessvegna dálítið bundin við svefnherbergið á næstunni en Rússland er ekki að fara neitt.
Ferðalög Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira