Íbúum fækkar þrátt fyrir göng 23. mars 2005 00:01 Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. Því hefur löngum verið haldið fram að jarðgöng á Íslandi efli þær byggðir sem ganganna njóta og að slíkar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðirnar. Þessu var síðast haldið fram um síðustu helgi þegar tilkynnt var að lagning Héðinsfjarðarganga hæfist á næsta ári. Tölur um þróun íbúafjölda benda hins vegar ekki til þess að jarðgöng hægi nokkuð á flótta fólks frá hinum dreifðari byggðum. Ef litið er til þróunar íbúafjölda Ólafsfjarðar síðan Múlagöng voru opnuð árið 1991 má sjá að íbúum þar í bæ hefur fækkað um rúm 16 prósent síðan þá. Sé litið til þess að Íslendingum hefur í heild fjölgað um rúm 13 prósent á sama tíma má segja að íbúar Ólafsfjarðar ættu að vera rúmlega 1300 í dag til að halda í við fjölgun Íslendinga en þeir eru í dag tæplega eitt þúsund. Þetta þýðir því í raun 26 prósenta fækkun. Vestfjarðagöng voru opnuð árið 1996. Frá 1991 til 96 fækkaði íbúum þeirra byggðarlaga sem nú mynda Ísafjarðarbæ um 5 prósent eða um eitt prósent á ári. Frá opnun ganganna, 1996 til 2004, hefur þeim fækkað um rúm 8 prósent eða um eitt prósent á ári. Göngin hafa því ekkert hægt á þessari þróun. Frá 1996 hefur landsmönnum fjölgað um tæp 9 prósent og sé sú fjölgun tekin með í reikninginn hefur íbúum Ísafjarðarbæjar fækkað um 16 prósent á átta árum miðað við þá íbúatölu sem þar ætti að vera til að halda í við þróun íbúafjölda á Íslandi. Hvort fólksflóttinn og fækkun hafði orðið meiri eða minni án þessara jarðganga skal ósagt látið. Tölfræðin sýnir okkur þó að jarðgöng ein og sér stöðva ekki fólksflóttann af landsbyggðinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. Því hefur löngum verið haldið fram að jarðgöng á Íslandi efli þær byggðir sem ganganna njóta og að slíkar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðirnar. Þessu var síðast haldið fram um síðustu helgi þegar tilkynnt var að lagning Héðinsfjarðarganga hæfist á næsta ári. Tölur um þróun íbúafjölda benda hins vegar ekki til þess að jarðgöng hægi nokkuð á flótta fólks frá hinum dreifðari byggðum. Ef litið er til þróunar íbúafjölda Ólafsfjarðar síðan Múlagöng voru opnuð árið 1991 má sjá að íbúum þar í bæ hefur fækkað um rúm 16 prósent síðan þá. Sé litið til þess að Íslendingum hefur í heild fjölgað um rúm 13 prósent á sama tíma má segja að íbúar Ólafsfjarðar ættu að vera rúmlega 1300 í dag til að halda í við fjölgun Íslendinga en þeir eru í dag tæplega eitt þúsund. Þetta þýðir því í raun 26 prósenta fækkun. Vestfjarðagöng voru opnuð árið 1996. Frá 1991 til 96 fækkaði íbúum þeirra byggðarlaga sem nú mynda Ísafjarðarbæ um 5 prósent eða um eitt prósent á ári. Frá opnun ganganna, 1996 til 2004, hefur þeim fækkað um rúm 8 prósent eða um eitt prósent á ári. Göngin hafa því ekkert hægt á þessari þróun. Frá 1996 hefur landsmönnum fjölgað um tæp 9 prósent og sé sú fjölgun tekin með í reikninginn hefur íbúum Ísafjarðarbæjar fækkað um 16 prósent á átta árum miðað við þá íbúatölu sem þar ætti að vera til að halda í við þróun íbúafjölda á Íslandi. Hvort fólksflóttinn og fækkun hafði orðið meiri eða minni án þessara jarðganga skal ósagt látið. Tölfræðin sýnir okkur þó að jarðgöng ein og sér stöðva ekki fólksflóttann af landsbyggðinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira