Hönnun skiptir sköpum í samkeppni 23. mars 2005 00:01 Birt hefur verið skýrsla um hönnun sem atvinnugrein á Norðurlöndum á slóðinni nordicdesign.org, en skýrslan er afurð samnorræns rannsóknarverkefnis fræðimanna á Norðurlöndum. Margrét Sigrún Sigurðardóttir er ein þeirra sem tóku þátt í gerð skýrslunnar en hún er við doktorsnám innan skapandi atvinnugreina í Kaupmannahöfn. "Skapandi atvinnuvegir eru farnir að vega meira í þjóðfélaginu og eru ekki lengur aukastærð heldur vaxtarstærð. Samkeppnin er sífellt að verða meiri og mun hönnun geta þar skipt sköpum í að ná samkeppnisyfirburðum," segir Margrét Sigrún. Við gerð skýrslunnar segir Margrét Sigrún að mjög erfitt hafi verið að safna upplýsingum um hönnun hér á landi, vegna þess hversu fá fyrirtæki eru skráð sem hönnunarfyrirtæki. "Við erum með fyrirtæki eins og 66° norður, Marel, Flögu og Össur sem leggja áherslu á hönnun og byggja samkeppnisforskot sitt á henni, en eru ekki skráð sem hönnunarfyrirtæki," segir Margrét Sigrún. "Hér á landi er hönnun ennþá bara aukastærð en það er víst að aukin áhersla verður lögð á upplifun í framtíðinn og þá mun hönnun skipa stærri sess en nú. Fyrirtæki sem ætla sér að keppa á markaði verða að leggja meiri áherslu á hönnun og aukinn áhersla verður lögð á að ráða fagfólk til að sinna því starfi." Atvinna Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Birt hefur verið skýrsla um hönnun sem atvinnugrein á Norðurlöndum á slóðinni nordicdesign.org, en skýrslan er afurð samnorræns rannsóknarverkefnis fræðimanna á Norðurlöndum. Margrét Sigrún Sigurðardóttir er ein þeirra sem tóku þátt í gerð skýrslunnar en hún er við doktorsnám innan skapandi atvinnugreina í Kaupmannahöfn. "Skapandi atvinnuvegir eru farnir að vega meira í þjóðfélaginu og eru ekki lengur aukastærð heldur vaxtarstærð. Samkeppnin er sífellt að verða meiri og mun hönnun geta þar skipt sköpum í að ná samkeppnisyfirburðum," segir Margrét Sigrún. Við gerð skýrslunnar segir Margrét Sigrún að mjög erfitt hafi verið að safna upplýsingum um hönnun hér á landi, vegna þess hversu fá fyrirtæki eru skráð sem hönnunarfyrirtæki. "Við erum með fyrirtæki eins og 66° norður, Marel, Flögu og Össur sem leggja áherslu á hönnun og byggja samkeppnisforskot sitt á henni, en eru ekki skráð sem hönnunarfyrirtæki," segir Margrét Sigrún. "Hér á landi er hönnun ennþá bara aukastærð en það er víst að aukin áhersla verður lögð á upplifun í framtíðinn og þá mun hönnun skipa stærri sess en nú. Fyrirtæki sem ætla sér að keppa á markaði verða að leggja meiri áherslu á hönnun og aukinn áhersla verður lögð á að ráða fagfólk til að sinna því starfi."
Atvinna Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira