Hvar er Vilmundur nútímans Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 22. mars 2005 00:01 Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun