Frumvarp um RÚV lagt fram í dag 14. mars 2005 00:01 aMikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær. Þorgerður Katrín vildi ekki ræða frumvarpið efnislega en boðaði miklar breytingar. Hún sagði aðferðir við mannaráðningar innan RÚV hafa gengið sér til húðar og að það lagalega umhverfi sem útvarpið starfi við í dag hamli starfsemi þess. Umræður um frumvarpið fara að öllum líkindum fram í þinginu síðar í vikunni. Þorgerður sagði þó ákvörðun útvarpsstjóra um ráðningu fréttastjóra standa enda hafi hún verið tekin undir gildandi lögum. Ögmundur Jónasson þingmaður fór fram á umræðurnar. Hann sagði vanda Ríkisútvarpsins fyrst og fremst fjárhagslegan og stjórnsýslulegan þar sem misbeiting á valdi viðgengist. Hann sagði menntamálaráðherra koma sér hjá því að svara spurningunni um ráðningu fréttastjóra og skýla sér á bak við breytingar sem væri að vænta. Fyrr í gær funduðu fulltrúar fréttamanna fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra. "Það er engin endanleg niðurstaða komin í málið þannig að við erum hvorki sátt né ósátt með þennan fund," sagði Jón Gunnar Grjetarsson formaður Félags fréttamanna. Jón Gunnar sagði að málið hefði verið rætt ítarlega. Fulltrúar fréttamanna hefðu gert grein fyrir sinni afstöðu og útvarpsstjóri hefði fært röksemdir fyrir ákvarðanatöku sinni. "Málið er í biðstöðu, sem felst í því að enn hefur ekki verið gengið endanlega frá neinni ráðningu," sagði Jón Gunnar. Spurður hvort vonir manna stæðu til þess að útvarpsstjóri drægi ákvörðun sína til baka sagði Jón Gunnar að vitaskuld vonuðust menn til þess. "Við þurfum að skoða það betur í okkar ranni hvernig við getum komið að því máli. Það er ljóst að allir þurfa að hafa einhvern sigur af þessu þannig að allir geti verið sáttir. Það stendur enn þá samþykkt vantraust á Markús Örn fyrir þessa ákvörðun. Meðan hann breytir henni ekki stendur vantraustsyfirlýsing félagsmanna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
aMikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær. Þorgerður Katrín vildi ekki ræða frumvarpið efnislega en boðaði miklar breytingar. Hún sagði aðferðir við mannaráðningar innan RÚV hafa gengið sér til húðar og að það lagalega umhverfi sem útvarpið starfi við í dag hamli starfsemi þess. Umræður um frumvarpið fara að öllum líkindum fram í þinginu síðar í vikunni. Þorgerður sagði þó ákvörðun útvarpsstjóra um ráðningu fréttastjóra standa enda hafi hún verið tekin undir gildandi lögum. Ögmundur Jónasson þingmaður fór fram á umræðurnar. Hann sagði vanda Ríkisútvarpsins fyrst og fremst fjárhagslegan og stjórnsýslulegan þar sem misbeiting á valdi viðgengist. Hann sagði menntamálaráðherra koma sér hjá því að svara spurningunni um ráðningu fréttastjóra og skýla sér á bak við breytingar sem væri að vænta. Fyrr í gær funduðu fulltrúar fréttamanna fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra. "Það er engin endanleg niðurstaða komin í málið þannig að við erum hvorki sátt né ósátt með þennan fund," sagði Jón Gunnar Grjetarsson formaður Félags fréttamanna. Jón Gunnar sagði að málið hefði verið rætt ítarlega. Fulltrúar fréttamanna hefðu gert grein fyrir sinni afstöðu og útvarpsstjóri hefði fært röksemdir fyrir ákvarðanatöku sinni. "Málið er í biðstöðu, sem felst í því að enn hefur ekki verið gengið endanlega frá neinni ráðningu," sagði Jón Gunnar. Spurður hvort vonir manna stæðu til þess að útvarpsstjóri drægi ákvörðun sína til baka sagði Jón Gunnar að vitaskuld vonuðust menn til þess. "Við þurfum að skoða það betur í okkar ranni hvernig við getum komið að því máli. Það er ljóst að allir þurfa að hafa einhvern sigur af þessu þannig að allir geti verið sáttir. Það stendur enn þá samþykkt vantraust á Markús Örn fyrir þessa ákvörðun. Meðan hann breytir henni ekki stendur vantraustsyfirlýsing félagsmanna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira