Sissel komin til landsins 13. mars 2005 00:01 Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel. Innlent Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel.
Innlent Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira