Feðrum gert erfitt að vera ábyrgir 9. mars 2005 00:01 Feðrum er gert erfitt um vik að vera ábyrgir foreldrar, því ekki er gengið út frá því að þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu. Þetta segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem kynnti borgarstjóra í morgun hugmyndir um stofnun karlaathvarfs. Félag ábyrgra feðra hefur gefið út bókina Feður og börn á nýrri öld, en í henni er að finna ítarlega úttekt á stöðu forsjárlausra feðra á Íslandi og barna þeirra. Fulltrúar félagsins afhentu borgarstjóra eintak af bókinni í morgun auk þess sem þeir kynntu stefnuskrá sína og helstu markmið, sem eru sameiginleg forsjá, jöfn umönnun og foreldrajafnrétti. Um 600 manns eru í Félagi ábyrgra feðra. Garðar Baldvinsson, formaður félagsins, segir að íslensk lög í þessum efnum tiltölulega góð en að túlkun þeirra sé í anda þeirrar stefnu að feður séu óábyrgir og eigi engan rétt. Feðrum sé gert erfitt um vik að vera ábyrgðir foreldrar. Á meðan það sé ekki viðurkennt að börn búi hjá forsjárlausu foreldri sé ekki viðurkennt að foreldrið þurfi húsnæði fyrir börnin. Þá sé ekki gengið út frá því að feður sinni foreldraskyldum sínum gagnvart barninu heldur sé barnið í umgengi hjá föðurnum. Félagið telji túlkun laganna þannig ganga gegn þeirri stefnu sem sett sé fram í barnalögum um að börn eigi tvímælalausan rétt á báðum foreldrum sínum. Félag ábyrgra feðra kynnti borgarstjóra einnig hugmyndir um að stofna sérstakt karlaathvarf sem hugsað yrði sem upplýsingasetur sem veitti ráðgjöf og húsnæðisaðstoð. Hann segir þetta nauðsynlegt því margir feður standi uppi slyppir og snauðir eftir skilnað og búi ekki yfir aðstöðu til að taka á móti börnum sínum. Garðar segist geta séð fyrir sér að eftir eitt til tvö ár verði borgin verið búin að koma upp slíku athvarfi. Það kosti 10-20 milljónir á ári að reka það en kostnaðurinn af réttindaleysi feðra hlaupi á tugum milljarða á ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Feðrum er gert erfitt um vik að vera ábyrgir foreldrar, því ekki er gengið út frá því að þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu. Þetta segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem kynnti borgarstjóra í morgun hugmyndir um stofnun karlaathvarfs. Félag ábyrgra feðra hefur gefið út bókina Feður og börn á nýrri öld, en í henni er að finna ítarlega úttekt á stöðu forsjárlausra feðra á Íslandi og barna þeirra. Fulltrúar félagsins afhentu borgarstjóra eintak af bókinni í morgun auk þess sem þeir kynntu stefnuskrá sína og helstu markmið, sem eru sameiginleg forsjá, jöfn umönnun og foreldrajafnrétti. Um 600 manns eru í Félagi ábyrgra feðra. Garðar Baldvinsson, formaður félagsins, segir að íslensk lög í þessum efnum tiltölulega góð en að túlkun þeirra sé í anda þeirrar stefnu að feður séu óábyrgir og eigi engan rétt. Feðrum sé gert erfitt um vik að vera ábyrgðir foreldrar. Á meðan það sé ekki viðurkennt að börn búi hjá forsjárlausu foreldri sé ekki viðurkennt að foreldrið þurfi húsnæði fyrir börnin. Þá sé ekki gengið út frá því að feður sinni foreldraskyldum sínum gagnvart barninu heldur sé barnið í umgengi hjá föðurnum. Félagið telji túlkun laganna þannig ganga gegn þeirri stefnu sem sett sé fram í barnalögum um að börn eigi tvímælalausan rétt á báðum foreldrum sínum. Félag ábyrgra feðra kynnti borgarstjóra einnig hugmyndir um að stofna sérstakt karlaathvarf sem hugsað yrði sem upplýsingasetur sem veitti ráðgjöf og húsnæðisaðstoð. Hann segir þetta nauðsynlegt því margir feður standi uppi slyppir og snauðir eftir skilnað og búi ekki yfir aðstöðu til að taka á móti börnum sínum. Garðar segist geta séð fyrir sér að eftir eitt til tvö ár verði borgin verið búin að koma upp slíku athvarfi. Það kosti 10-20 milljónir á ári að reka það en kostnaðurinn af réttindaleysi feðra hlaupi á tugum milljarða á ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira