Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð 8. mars 2005 00:01 "Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi." Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
"Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi."
Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira