Breikkun ekki á döfinni 1. mars 2005 00:01 Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira