Átakamikið flokksþing 27. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira