Fáránlegt að sýna krossinn 23. febrúar 2005 00:01 Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson. Íslenski handboltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn