Metur lánstraustið óbreytt 23. febrúar 2005 00:01 Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira