Kjarnorkuvopnaeign helsta ógnin 17. febrúar 2005 00:01 Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. Það kvað við nýjan tón í vitnisburði Porters Goss, yfirmanns leyniþjónustunnar CIA, á Bandaríkjaþingi í gær. Hann gerði þar grein fyrir þeim ógnunum sem steðjuðu að Bandaríkjunum og í ár virðist sem Kína sé á þeim lista. Goss ræddi umbætur hjá kínverska hernum og sagði þær breyta valdajafnvæginu í Asíu, Bandaríkjamönnum í óhag. Einkum var hann á því að kjarnorkuvopnabúri Kínverja hefði fleygt fram og að þeir væru nú færir um að valda verulegum usla í Taívan. Hernaðarmáttur Kínverja væri í vaxandi mæli ógn við bandarískar hersveitir á svæðinu. Hann taldi Kínverja staðráðna í að bregðast við því sem þeir teldu tilraunir Bandaríkjamanna til að einangra Kínverja. Fram til þessa hafa yfirmenn CIA ávallt lagt áherslu á samvinnu Bandaríkjanna og Kína í vitnisburði sínum á Bandaríkjaþingi og því þykir orðaval Goss í gær bera vitni um breytta hugsun hjá leyniþjónustunni - ef ekki bandarískum stjórnvöldum yfirleitt. Hermt er að Bandaríkjamenn hafi af því töluverðar áhyggjur að átök geti brotist út á milli Kína og Taívan en sérfræðingar í málefnum ríkjanna telja vaxandi viðskipti og samgöngur draga úr líkunum á því. Kjarnorkuvopnabúr fleiri Asíuríkja eru þó þess eðlis að ástæða sé til þess að fylgjast með að mati Goss. Hann segir upplýsingar CIA benda til þess að vopnabúr Norður-Kóreumanna sé mun stærra en talið var þegar Bush forseti nefndi Norður-Kóreu sem hluta af öxulveldi hins illa. Goss vildi þó ekki gefa upp hversu stórt búrið væri nú talið eða hvers vegna, þar sem þær upplýsingar væru trúnaðarmál. Hann sagði hins vegar liggja fyrir að fleira en kjarnorkuvopn væru ofarlega á lista stjórnvalda í Pjongjang; þar væri til að mynda unnið að þróun sýkla- og efnavopna og hugsanlega væri til nokkurt magn slíkra vopna. Að auki væru Norður-Kóreumenn fúsir að selja hverjum sem er upplýsingar um hvernig smíða ætti vopn af því tagi sem þeim hefði tekist að þróa. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. Það kvað við nýjan tón í vitnisburði Porters Goss, yfirmanns leyniþjónustunnar CIA, á Bandaríkjaþingi í gær. Hann gerði þar grein fyrir þeim ógnunum sem steðjuðu að Bandaríkjunum og í ár virðist sem Kína sé á þeim lista. Goss ræddi umbætur hjá kínverska hernum og sagði þær breyta valdajafnvæginu í Asíu, Bandaríkjamönnum í óhag. Einkum var hann á því að kjarnorkuvopnabúri Kínverja hefði fleygt fram og að þeir væru nú færir um að valda verulegum usla í Taívan. Hernaðarmáttur Kínverja væri í vaxandi mæli ógn við bandarískar hersveitir á svæðinu. Hann taldi Kínverja staðráðna í að bregðast við því sem þeir teldu tilraunir Bandaríkjamanna til að einangra Kínverja. Fram til þessa hafa yfirmenn CIA ávallt lagt áherslu á samvinnu Bandaríkjanna og Kína í vitnisburði sínum á Bandaríkjaþingi og því þykir orðaval Goss í gær bera vitni um breytta hugsun hjá leyniþjónustunni - ef ekki bandarískum stjórnvöldum yfirleitt. Hermt er að Bandaríkjamenn hafi af því töluverðar áhyggjur að átök geti brotist út á milli Kína og Taívan en sérfræðingar í málefnum ríkjanna telja vaxandi viðskipti og samgöngur draga úr líkunum á því. Kjarnorkuvopnabúr fleiri Asíuríkja eru þó þess eðlis að ástæða sé til þess að fylgjast með að mati Goss. Hann segir upplýsingar CIA benda til þess að vopnabúr Norður-Kóreumanna sé mun stærra en talið var þegar Bush forseti nefndi Norður-Kóreu sem hluta af öxulveldi hins illa. Goss vildi þó ekki gefa upp hversu stórt búrið væri nú talið eða hvers vegna, þar sem þær upplýsingar væru trúnaðarmál. Hann sagði hins vegar liggja fyrir að fleira en kjarnorkuvopn væru ofarlega á lista stjórnvalda í Pjongjang; þar væri til að mynda unnið að þróun sýkla- og efnavopna og hugsanlega væri til nokkurt magn slíkra vopna. Að auki væru Norður-Kóreumenn fúsir að selja hverjum sem er upplýsingar um hvernig smíða ætti vopn af því tagi sem þeim hefði tekist að þróa.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira