Hræðist ekki gagnrýnendur 10. febrúar 2005 00:01 Ekki skal vanmeta konuna er boðskapur leikverksins Mýrarljóss, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Ekki skal heldur vanmeta konuna sem leikstýrir þessu verki, Eddu Heiðrúnu Backman, en hún er bjartsýn á viðtökurnar og hræðist ekki gagnrýnendur. Mýrarljós fjallar um Hester Svan. Þegar hún er fertug yfirgefur barnsfaðir hennar hana fyrir yngri og ríkari konu. Dóttir þeirra er jafngömul Hester þegar hún er yfirgefin af móður sinni. Sagan er margslungnari en harmleikurinn um Medeu þótt boðskapurinn sé sá sami. Leikskáldinu Marinu Carr þykir hafa tekist afar vel upp að búa til sögu sem er svo sorgleg að allt að fimm klúta þarf með í leikhúsið en þar getur fólk líka hlegið. Edda Heiðrún hefur valið að draga fram grísku áhrifin og fékk til liðs við sig tvo Grikki til að annast grímugerð, búninga og grímuleikstjórn. Hún segist alltaf hafa haft gaman af grímuleik sem séu rætur leikhússins. Edda Heiðrún segist furðulega róleg fyrir frumsýninguna. Einhver hafi mælt svo að eðli gagnrýninnar komi upp um siðferðisástand hverrar þjóðar á hverjum tíma. Það telji hún rétt og hún segir að Íslendingar megi hefja sig upp úr skítkastinu og fara að rýna til gagns. Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ekki skal vanmeta konuna er boðskapur leikverksins Mýrarljóss, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Ekki skal heldur vanmeta konuna sem leikstýrir þessu verki, Eddu Heiðrúnu Backman, en hún er bjartsýn á viðtökurnar og hræðist ekki gagnrýnendur. Mýrarljós fjallar um Hester Svan. Þegar hún er fertug yfirgefur barnsfaðir hennar hana fyrir yngri og ríkari konu. Dóttir þeirra er jafngömul Hester þegar hún er yfirgefin af móður sinni. Sagan er margslungnari en harmleikurinn um Medeu þótt boðskapurinn sé sá sami. Leikskáldinu Marinu Carr þykir hafa tekist afar vel upp að búa til sögu sem er svo sorgleg að allt að fimm klúta þarf með í leikhúsið en þar getur fólk líka hlegið. Edda Heiðrún hefur valið að draga fram grísku áhrifin og fékk til liðs við sig tvo Grikki til að annast grímugerð, búninga og grímuleikstjórn. Hún segist alltaf hafa haft gaman af grímuleik sem séu rætur leikhússins. Edda Heiðrún segist furðulega róleg fyrir frumsýninguna. Einhver hafi mælt svo að eðli gagnrýninnar komi upp um siðferðisástand hverrar þjóðar á hverjum tíma. Það telji hún rétt og hún segir að Íslendingar megi hefja sig upp úr skítkastinu og fara að rýna til gagns.
Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira