Sagði vinnubrögð niðurlægjandi 10. febrúar 2005 00:01 Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru. Stjórnarandstaðan ítrekaði á Alþingi í dag kröfu sína um að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd til að kanna tildrög þess að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Tilefnið að þessu sinni var viðtal við Halldór Ásgrímsson á Stöð 2 í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði að stjórnarandstaðan hefði haldið því fram að stuðningurinn við innrásina hefði verið ákveðinn vegna pólitísks þrýstings frá Bandaríkjamönnum og vegna þess að varnarhagsmunir blönduðust inn í málið. Forsætisráðherra hefði staðfest í gær að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem hefði leitt til ákvörðunarinnar um stuðning. Halldór Ásgrímsson svaraði Össuri og sagði að enn á ný kæmi hann í pontu á Alþingi til þess að vekja á sér athygli og þráspyrði sig um atburði sem hefðu verið fyrir tæpum tveimur árum. Össur myndi hins ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld og færi með rangt mál. Halldór sagðist hafa sagt í viðtalinu að það væru engin bein tengsl á milli varnarhagsmuna Íslands og Íraksmálsins. Ef það kæmi Össuri á óvart að það væri náið samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands þá væri hann furðu lostinn yfir því. Halldór sagði að Össur hefði farið með rangt mál og hvatti hann til að lesa viðtalið áður en hann kæmi næst upp. Össur svaraði því til að hann væri með það í þingsal en Halldór sagði þá að hann kynni þá ekki að lesa og gæti ekki ætlast til þess að halda áfram að þráspyrja forsætisráðherra um Íraksmálið ef hann myndi ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði við umræðurnar að pukrast hefði verið með málið að ósk bandarísku ríkisstjórnarinnar og nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Bandaríkjamönnum hefðu verið gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Einnig væri viðurkennt óbeint að menn hefðu verið að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. „Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar," sagði Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru. Stjórnarandstaðan ítrekaði á Alþingi í dag kröfu sína um að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd til að kanna tildrög þess að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Tilefnið að þessu sinni var viðtal við Halldór Ásgrímsson á Stöð 2 í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði að stjórnarandstaðan hefði haldið því fram að stuðningurinn við innrásina hefði verið ákveðinn vegna pólitísks þrýstings frá Bandaríkjamönnum og vegna þess að varnarhagsmunir blönduðust inn í málið. Forsætisráðherra hefði staðfest í gær að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem hefði leitt til ákvörðunarinnar um stuðning. Halldór Ásgrímsson svaraði Össuri og sagði að enn á ný kæmi hann í pontu á Alþingi til þess að vekja á sér athygli og þráspyrði sig um atburði sem hefðu verið fyrir tæpum tveimur árum. Össur myndi hins ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld og færi með rangt mál. Halldór sagðist hafa sagt í viðtalinu að það væru engin bein tengsl á milli varnarhagsmuna Íslands og Íraksmálsins. Ef það kæmi Össuri á óvart að það væri náið samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands þá væri hann furðu lostinn yfir því. Halldór sagði að Össur hefði farið með rangt mál og hvatti hann til að lesa viðtalið áður en hann kæmi næst upp. Össur svaraði því til að hann væri með það í þingsal en Halldór sagði þá að hann kynni þá ekki að lesa og gæti ekki ætlast til þess að halda áfram að þráspyrja forsætisráðherra um Íraksmálið ef hann myndi ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði við umræðurnar að pukrast hefði verið með málið að ósk bandarísku ríkisstjórnarinnar og nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Bandaríkjamönnum hefðu verið gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Einnig væri viðurkennt óbeint að menn hefðu verið að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. „Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar," sagði Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira