Danska stjórnin heldur meirihluta 7. febrúar 2005 00:01 Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira