Segjast ekki sitja á frumvörpum 6. febrúar 2005 00:01 Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira