Framleiðsla eða listsköpun? 13. október 2005 15:31 Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun