Innanlandsflugið til Keflavíkur 3. febrúar 2005 00:01 Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira