Apótekari gagnrýndur í bæjarstjórn 2. febrúar 2005 00:01 Andrés Sigumundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjabæ, hefur í tvígang, fyrst í bæjarráði síðan í bæjarstjórn, sakað eiganda Apóteks Vestmannaeyja um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð. Andrés flutti tillögu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem hann sagði að vegna þessara vanefnda bæri bæjarstjórninni að taka jákvætt í umsókn annarra um rekstur apóteks í bænum. Engin umsókn lá fyrir og felldu sjálfstæðismenn og fulltrúar Vestmannaeyjalistans tillöguna og sögðu enn fremur að bæjaryfirvöld ættu að taka afstöðu til umsókna ef og þegar þær bærust. Hanna María Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri apóteksins, segir málflutning bæjarfulltrúans undarlegan. Vöruverðið í apótekinu sé í takt við það sem gerist annars staðar. Sem sakir standa segist hún ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Það var sagt um Andrés að hann væri galdramaður ársins 2004 í Vestmannaeyjum því hann hefði fengið hægri og vinstri menn til að vinna saman," segir Hanna María. "Þessi málflutningur hans er með ólíkindum og enginn grundvöllur fyrir þessum árásum. Ég skil ekki hvað honum gengur til því það liggur ekki einu sinni fyrir umsókn frá öðrum. Andrés er kjörinn fulltrúi minn jafnt sem annarra Vestmannaeyinga og sem slíkur má hann ekki hygla einum umfram annan. Hann er þegar búinn að valda mér skaða með neikvæðri umræðu í bæjarfélaginu og ef hann heldur málinu áfram á þessum nótum mun ég alvarlega íhuga að gera eitthvað í því." Guðjón Bragason, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, segir að auðvitað geti sveitarstjórnarmenn verið ábyrgir fyrir orðum sínum fyrir dómstólum. Það vegi hins vegar þungt að samkvæmt sveitarstjórnarlögum geti sveitarstjórnir ályktað um hvert það mál sem hún telji varða sveitarfélagið. Þá segir einnig í lögunum að sveitarstjórnarmenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Andrés Sigumundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjabæ, hefur í tvígang, fyrst í bæjarráði síðan í bæjarstjórn, sakað eiganda Apóteks Vestmannaeyja um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð. Andrés flutti tillögu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem hann sagði að vegna þessara vanefnda bæri bæjarstjórninni að taka jákvætt í umsókn annarra um rekstur apóteks í bænum. Engin umsókn lá fyrir og felldu sjálfstæðismenn og fulltrúar Vestmannaeyjalistans tillöguna og sögðu enn fremur að bæjaryfirvöld ættu að taka afstöðu til umsókna ef og þegar þær bærust. Hanna María Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri apóteksins, segir málflutning bæjarfulltrúans undarlegan. Vöruverðið í apótekinu sé í takt við það sem gerist annars staðar. Sem sakir standa segist hún ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Það var sagt um Andrés að hann væri galdramaður ársins 2004 í Vestmannaeyjum því hann hefði fengið hægri og vinstri menn til að vinna saman," segir Hanna María. "Þessi málflutningur hans er með ólíkindum og enginn grundvöllur fyrir þessum árásum. Ég skil ekki hvað honum gengur til því það liggur ekki einu sinni fyrir umsókn frá öðrum. Andrés er kjörinn fulltrúi minn jafnt sem annarra Vestmannaeyinga og sem slíkur má hann ekki hygla einum umfram annan. Hann er þegar búinn að valda mér skaða með neikvæðri umræðu í bæjarfélaginu og ef hann heldur málinu áfram á þessum nótum mun ég alvarlega íhuga að gera eitthvað í því." Guðjón Bragason, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, segir að auðvitað geti sveitarstjórnarmenn verið ábyrgir fyrir orðum sínum fyrir dómstólum. Það vegi hins vegar þungt að samkvæmt sveitarstjórnarlögum geti sveitarstjórnir ályktað um hvert það mál sem hún telji varða sveitarfélagið. Þá segir einnig í lögunum að sveitarstjórnarmenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira