Starfsmenn Kópavogs ósáttir 1. febrúar 2005 00:01 Meirihluti starfsmanna skrifstofu Kópavogsbæjar undirrituðu bréf til bæjarstjórnarinnar og mótmæltu launamisrétti og versnandi stöðu starfsmanna í Starfsmannafélagi Kópavogs. Á stjötta tug starfsmanna segja ekki lengur undað við þrælsótta, undirgefni og hræðslu við að kvarta yfir kjörum og aðbúnaði. Þeir krefjast þess að samið verði við þá heima í héraði. Hansína Björgvinsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir ekki koma til greina að segja sig úr samstarfi við launanefnd sveitarfélaganna. Starfsfólk bæjarins sé of fjölmennt svo það gangi upp. Guðrún Einarsdóttir, aðalbókari Kópavogsbæjar, segir mælinn hafa fyllst þegar starfsmat sveitarfélaga, sem átti að liggja fyrir 1. desember 2002, hafi verið birt nýlega. Starfsfólk hafi búist við launahækkun: "Flest störf hækka um tvo launaflokka, fjögur þúsund krónur. Aðrir sem hafa beðið þolinmóðir eftir leiðréttingu launanna sjá störf þeirra lækkuð frá einum og upp í fjórtán launaflokka." Skriftofustörf lækki um allt að 20 til 30 þúsund krónur. Hansína segir mikla þróun í samfélaginu geta breytt störfum fólks: "Það er ekki óeðlilegt að óánægja komi fram þegar fólki er sagt að starfið sem það vinnur er ekki eins verðmætt og fyrir það er greitt." Samningar starfmannanna séu lausir 1. mars. Þá verði málin skoðuð. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, segir bréf starfsmanna á Kópavogsskrifstofu félaginu óviðkomandi. Með starfsmatinu sé síðasta kjarasamningi framfylgt. Hún hafi ekki heyrt af eins kraumandi óánægju annarra starfsmanna bæjarins. Guðrún segir fólk almennt að leita leiða til að ganga úr starfsmannafélaginu til að ná kjarabótum. Í bréfinu stendur að sífellt versni staða félaga í starfsmannafélaginu. Laun félagsmanna hafi hækkað um 35 prósent á sama tíma og dæmi séu um að laun yfirmanna, sem ekki þurfi að vera í félaginu, hafi hækkað um 75 til 80 prósent. Hansína segir launahækkun yfirmannanna hafa verið nauðsynlega. Fólk hafi ekki gefið kost á sér í nefndir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Meirihluti starfsmanna skrifstofu Kópavogsbæjar undirrituðu bréf til bæjarstjórnarinnar og mótmæltu launamisrétti og versnandi stöðu starfsmanna í Starfsmannafélagi Kópavogs. Á stjötta tug starfsmanna segja ekki lengur undað við þrælsótta, undirgefni og hræðslu við að kvarta yfir kjörum og aðbúnaði. Þeir krefjast þess að samið verði við þá heima í héraði. Hansína Björgvinsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir ekki koma til greina að segja sig úr samstarfi við launanefnd sveitarfélaganna. Starfsfólk bæjarins sé of fjölmennt svo það gangi upp. Guðrún Einarsdóttir, aðalbókari Kópavogsbæjar, segir mælinn hafa fyllst þegar starfsmat sveitarfélaga, sem átti að liggja fyrir 1. desember 2002, hafi verið birt nýlega. Starfsfólk hafi búist við launahækkun: "Flest störf hækka um tvo launaflokka, fjögur þúsund krónur. Aðrir sem hafa beðið þolinmóðir eftir leiðréttingu launanna sjá störf þeirra lækkuð frá einum og upp í fjórtán launaflokka." Skriftofustörf lækki um allt að 20 til 30 þúsund krónur. Hansína segir mikla þróun í samfélaginu geta breytt störfum fólks: "Það er ekki óeðlilegt að óánægja komi fram þegar fólki er sagt að starfið sem það vinnur er ekki eins verðmætt og fyrir það er greitt." Samningar starfmannanna séu lausir 1. mars. Þá verði málin skoðuð. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, segir bréf starfsmanna á Kópavogsskrifstofu félaginu óviðkomandi. Með starfsmatinu sé síðasta kjarasamningi framfylgt. Hún hafi ekki heyrt af eins kraumandi óánægju annarra starfsmanna bæjarins. Guðrún segir fólk almennt að leita leiða til að ganga úr starfsmannafélaginu til að ná kjarabótum. Í bréfinu stendur að sífellt versni staða félaga í starfsmannafélaginu. Laun félagsmanna hafi hækkað um 35 prósent á sama tíma og dæmi séu um að laun yfirmanna, sem ekki þurfi að vera í félaginu, hafi hækkað um 75 til 80 prósent. Hansína segir launahækkun yfirmannanna hafa verið nauðsynlega. Fólk hafi ekki gefið kost á sér í nefndir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira