Vill ekki opinbera fundargerðir 21. janúar 2005 00:01 Formaður utanríkismálanefndar Alþingis vill ekki að fundargerðir nefndarinnar verði gerðar opinberar. Hann ætlar að boða til fundar í nefndinni í næstu viku til að ræða hvort einhverjir nefndarmanna hafi rofið trúnað og lekið fundargerðum í fjölmiðla. Fréttablaðið rekur í grein í blaði dagsins hvað fram fór á fundum utanríkismálanefndar daga og vikur áður og eftir að Íslendingar lýstu yfir stuðningi sínum við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, vill ekki tjá sig um þessar upplýsingar sem Fréttablaðið virðist hafa komist yfir og þar með þann trúnaðarbrest sem orðið hefur í nefndinni, en samkvæmt þingskaparlögum eru nefndarmenn bundnir þagnarskyldu um þær upplýsingar sem þeir fá í nefndinni. Sólveig segir að ljóst sé að halda þurfi fund í nefndinni og ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga þar. Hún stefni að því að halda þann fund fljótlega í næstu viku. Aðspurð hvort hún telji að gera eigi fundargerðir og gögn, sem tengjast veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða, opinber segir Sólveig að það eigi ekki að gera. Hún bendir á að áratugalöng hefð sé fyrir því að farið sé með allt sem rætt sé í utanríkismálanefnd og fundargerðir sem trúnaðarmál. Sólveig segir það engu skipta að útgáfur manna á því sem fram fór í nefndinni séu orðnar margar og fjölbreyttar og að menn hafi verið sakaðir um að vera margsaga um aðdraganda málsins. Það réttlæti ekki að trúnaði verði létt af fundargerðum. Hún segir mörg mikilvæg og viðkvæm mál rædd í utanríkismálanefnd og mikilvægt sé að trúnaður sé virtur. Hún segir einnig að það sé alvarlegt mál ef trúnaðarskylda hafi verið brotin og því telji hún að nefndin verði að funda þar sem þessi mál verði rædd sérstaklega. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis vill ekki að fundargerðir nefndarinnar verði gerðar opinberar. Hann ætlar að boða til fundar í nefndinni í næstu viku til að ræða hvort einhverjir nefndarmanna hafi rofið trúnað og lekið fundargerðum í fjölmiðla. Fréttablaðið rekur í grein í blaði dagsins hvað fram fór á fundum utanríkismálanefndar daga og vikur áður og eftir að Íslendingar lýstu yfir stuðningi sínum við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, vill ekki tjá sig um þessar upplýsingar sem Fréttablaðið virðist hafa komist yfir og þar með þann trúnaðarbrest sem orðið hefur í nefndinni, en samkvæmt þingskaparlögum eru nefndarmenn bundnir þagnarskyldu um þær upplýsingar sem þeir fá í nefndinni. Sólveig segir að ljóst sé að halda þurfi fund í nefndinni og ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga þar. Hún stefni að því að halda þann fund fljótlega í næstu viku. Aðspurð hvort hún telji að gera eigi fundargerðir og gögn, sem tengjast veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða, opinber segir Sólveig að það eigi ekki að gera. Hún bendir á að áratugalöng hefð sé fyrir því að farið sé með allt sem rætt sé í utanríkismálanefnd og fundargerðir sem trúnaðarmál. Sólveig segir það engu skipta að útgáfur manna á því sem fram fór í nefndinni séu orðnar margar og fjölbreyttar og að menn hafi verið sakaðir um að vera margsaga um aðdraganda málsins. Það réttlæti ekki að trúnaði verði létt af fundargerðum. Hún segir mörg mikilvæg og viðkvæm mál rædd í utanríkismálanefnd og mikilvægt sé að trúnaður sé virtur. Hún segir einnig að það sé alvarlegt mál ef trúnaðarskylda hafi verið brotin og því telji hún að nefndin verði að funda þar sem þessi mál verði rædd sérstaklega.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira