Opinberir starfsmenn á sérkjörum 19. janúar 2005 00:01 MYND/NFS Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendiherrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján milljónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári. Lög um eftirlaun sem samþykkt voru á Alþingi í árslok 2003 gera ráð fyrir því að ráðherrar og alþingismenn geti farið á eftirlaun um sextugt. Eftirlaun þeirra eru þá þrjú prósent af þingfararkaupi fyrir hvert ár á þingi og sex prósent af ráðherraviðbót fyrir hvert ár á ráðherrastóli. Með lögunum voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn og fyrrverandi forsætisráðherra, á nú rétt á svipuðum eftirlaunum og Jón Baldvin en um 65 ára aldur á hann rétt á um 630.000 krónum, óháð því hvort hann verður enn í starfi á vegum hins opinbera. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi sendiherra í Svíþjóð, á rétt á um 350.000 krónum á mánuði í eftirlaunagreiðslur meðfram um milljón króna sendiherralaunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þessir einstaklingar hafa þegar nýtt sér rétt til eftirlauna. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Samþykkt laganna var umdeild á sínum tíma og taldi forusta Alþýðusambands Íslands að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Jón Baldvin HannibalssonÞorsteinn PálssonSvavar Gestsson Sendiherra í Finnlandi. Þingmaður Alþýðuflokks 1982 til 1998, fjármálaráðherra 1987 til 1988 og utanríkisráðherra 1988 til 1995. Eftirlaunaréttur um 370.000 krónur.Sendiherra í Kaupmannahöfn. Þingmaður Sjálfstæðisflokks 1983 til 1999. Fjármálaráðherra 1985 til 1987, forsætisráðherra 1987 til 1988, sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra 1991 til 1999. Núverandi eftirlaunaréttur um 360.000 krónur. 42 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Eftir það verður eftirlaunarétturinn um 630.000.Sendiherra í Svíþjóð. Þingmaður Alþýðubandalags og Samfylkingar frá 1978 til 1999. Viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags- og heilbrigðisráðherra 1980 til 1983 og menntamálaráðherra 1988 til 1991. Núverandi eftirlaunaréttur um 350.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Guðmundur BjarnasonFriðrik SophussonSighvatur Björgvinsson Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Þingmaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1999. Heilbrigðisráðherra 1987 til 1991. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995 til 1999. Núverandi réttur um 330.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs.Forstjóri Landsvirkjunar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1978 til 1998. Iðnaðarráðherra 1987 til 1988 og fjármálaráðherra 1991 til 1998. Eftirlaunaréttur um 330.000 krónur.Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þingmaður Alþýðuflokks og Samfylkingar 1974 til 1983 og 1987 til 2001. Fjármálaráðherra 1979 til 1980, heilbrigðisráðherra 1991 til 1993 og 1994 til 1995 og viðskiptaráðherra 1993 til 1995. Núverandi eftirlaunaréttur um 290.000 krónur. Tólf prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Kjartan JóhannssonEiður GuðnasonTómas Ingi Olrich Sendiherra í Belgíu. Þingmaður Alþýðuflokks frá 1978 til 1989. Sjávarútvegsráðherra 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979 til 1980. Eftirlaunaréttur um 210.000 krónur.Sendiherra í Kína. Þingmaður Alþýðuflokks 1978 til 1993. Umhverfisráðherra frá 1991 til 1993. Eftirlaunaréttur um 250.000 krónur.Sendiherra í Frakklandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokks frá 1991 til 2003. Menntamálaráðherra 2002 til 2003. Núverandi eftirlaunaréttur um 150.000 krónur. Átján prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendiherrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján milljónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári. Lög um eftirlaun sem samþykkt voru á Alþingi í árslok 2003 gera ráð fyrir því að ráðherrar og alþingismenn geti farið á eftirlaun um sextugt. Eftirlaun þeirra eru þá þrjú prósent af þingfararkaupi fyrir hvert ár á þingi og sex prósent af ráðherraviðbót fyrir hvert ár á ráðherrastóli. Með lögunum voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn og fyrrverandi forsætisráðherra, á nú rétt á svipuðum eftirlaunum og Jón Baldvin en um 65 ára aldur á hann rétt á um 630.000 krónum, óháð því hvort hann verður enn í starfi á vegum hins opinbera. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi sendiherra í Svíþjóð, á rétt á um 350.000 krónum á mánuði í eftirlaunagreiðslur meðfram um milljón króna sendiherralaunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þessir einstaklingar hafa þegar nýtt sér rétt til eftirlauna. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Samþykkt laganna var umdeild á sínum tíma og taldi forusta Alþýðusambands Íslands að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Jón Baldvin HannibalssonÞorsteinn PálssonSvavar Gestsson Sendiherra í Finnlandi. Þingmaður Alþýðuflokks 1982 til 1998, fjármálaráðherra 1987 til 1988 og utanríkisráðherra 1988 til 1995. Eftirlaunaréttur um 370.000 krónur.Sendiherra í Kaupmannahöfn. Þingmaður Sjálfstæðisflokks 1983 til 1999. Fjármálaráðherra 1985 til 1987, forsætisráðherra 1987 til 1988, sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra 1991 til 1999. Núverandi eftirlaunaréttur um 360.000 krónur. 42 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Eftir það verður eftirlaunarétturinn um 630.000.Sendiherra í Svíþjóð. Þingmaður Alþýðubandalags og Samfylkingar frá 1978 til 1999. Viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags- og heilbrigðisráðherra 1980 til 1983 og menntamálaráðherra 1988 til 1991. Núverandi eftirlaunaréttur um 350.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Guðmundur BjarnasonFriðrik SophussonSighvatur Björgvinsson Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Þingmaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1999. Heilbrigðisráðherra 1987 til 1991. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995 til 1999. Núverandi réttur um 330.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs.Forstjóri Landsvirkjunar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1978 til 1998. Iðnaðarráðherra 1987 til 1988 og fjármálaráðherra 1991 til 1998. Eftirlaunaréttur um 330.000 krónur.Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þingmaður Alþýðuflokks og Samfylkingar 1974 til 1983 og 1987 til 2001. Fjármálaráðherra 1979 til 1980, heilbrigðisráðherra 1991 til 1993 og 1994 til 1995 og viðskiptaráðherra 1993 til 1995. Núverandi eftirlaunaréttur um 290.000 krónur. Tólf prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Kjartan JóhannssonEiður GuðnasonTómas Ingi Olrich Sendiherra í Belgíu. Þingmaður Alþýðuflokks frá 1978 til 1989. Sjávarútvegsráðherra 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979 til 1980. Eftirlaunaréttur um 210.000 krónur.Sendiherra í Kína. Þingmaður Alþýðuflokks 1978 til 1993. Umhverfisráðherra frá 1991 til 1993. Eftirlaunaréttur um 250.000 krónur.Sendiherra í Frakklandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokks frá 1991 til 2003. Menntamálaráðherra 2002 til 2003. Núverandi eftirlaunaréttur um 150.000 krónur. Átján prósenta skerðing til 65 ára aldurs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira