Þiggja eftirlaun í fullu starfi 19. janúar 2005 00:01 Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent