Vill gögn um ákvörðunartöku 18. janúar 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira