Útskýrir aðdraganda Íraksmáls 17. janúar 2005 00:01 Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002-2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihlut nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að „ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak.“ Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a. „Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun.“ Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks Framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkiráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sam hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002-2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihlut nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að „ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak.“ Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a. „Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun.“ Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks Framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkiráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sam hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira