Ríkið niðurgreiðir rafmagnið 15. janúar 2005 00:01 Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira