Úr leik þrátt fyrir sigur 14. nóvember 2005 06:00 "Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
"Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira