Hátíð fer að höndum ein færir mann nálægt kjarna jólanna 22. desember 2004 00:01 Sigfríður Björnsdóttir kennari. „Hátíð fer að höndum ein er uppáhaldsjólasálmurinn minn. Það er svo rosalega sterk stemning í því lagi,“ segir Sigfríður Björnsdóttir kennari og þarf ekki að hugsa sig um þegar hún er spurð. Hún segir þó enga einstaka minningu tengda þessum sálmi heldur hafi hann fylgt henni lengi. "Maður er náttúrlega búinn að syngja hann með börnum sem kennari í gegnum árin og hlusta á hann í útvarpinu. Þetta er íslenskt og þjóðlegt lag sem setur mann í svona ... ekki helgislepjuskap... heldur færir mann nálægt kjarnanum," segir hún. Sigfríður er framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvarinnar og kveðst hafa verið að rifja upp þennan uppáhaldssálm nýlega með samstarfskonum sínum sem allar eru tónlistarmenntaðar. "Ég er svo heppin að vera með fiðlu-, fagot- og sellóleikara hérna hjá mér. Sjálf glamra ég á píanó og fæ að vera með," segir hún hlæjandi og ljóstrar því upp að þær stöllur ætli að troða upp á næstu dögum. "Hér í húsinu eru nokkur fyrirtæki saman og við ætlum að spila fyrir starfsfólkið að gamni okkar. Það skapar jólaanda." Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að helgum tíðum. Gerast mun nú brautin bein, bjart í geiminum víðum. Ljómandi kerti á lágri grein líður að helgum tíðum. Heimsins þagna harmakvein, hörðum er linnir stríðum. Læknast og þá hin leyndu mein, líður að helgum tíðum. Jól Jólalög Mest lesið Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“ Jól Þrjátíu ára Söruhefð Jól Jóladagatal Vísis: Skyndipróf Svínasúpunnar í stafsetningu Jól Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól „Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Jól Jólaskraut við hendina Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Jól
„Hátíð fer að höndum ein er uppáhaldsjólasálmurinn minn. Það er svo rosalega sterk stemning í því lagi,“ segir Sigfríður Björnsdóttir kennari og þarf ekki að hugsa sig um þegar hún er spurð. Hún segir þó enga einstaka minningu tengda þessum sálmi heldur hafi hann fylgt henni lengi. "Maður er náttúrlega búinn að syngja hann með börnum sem kennari í gegnum árin og hlusta á hann í útvarpinu. Þetta er íslenskt og þjóðlegt lag sem setur mann í svona ... ekki helgislepjuskap... heldur færir mann nálægt kjarnanum," segir hún. Sigfríður er framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvarinnar og kveðst hafa verið að rifja upp þennan uppáhaldssálm nýlega með samstarfskonum sínum sem allar eru tónlistarmenntaðar. "Ég er svo heppin að vera með fiðlu-, fagot- og sellóleikara hérna hjá mér. Sjálf glamra ég á píanó og fæ að vera með," segir hún hlæjandi og ljóstrar því upp að þær stöllur ætli að troða upp á næstu dögum. "Hér í húsinu eru nokkur fyrirtæki saman og við ætlum að spila fyrir starfsfólkið að gamni okkar. Það skapar jólaanda." Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að helgum tíðum. Gerast mun nú brautin bein, bjart í geiminum víðum. Ljómandi kerti á lágri grein líður að helgum tíðum. Heimsins þagna harmakvein, hörðum er linnir stríðum. Læknast og þá hin leyndu mein, líður að helgum tíðum.
Jól Jólalög Mest lesið Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“ Jól Þrjátíu ára Söruhefð Jól Jóladagatal Vísis: Skyndipróf Svínasúpunnar í stafsetningu Jól Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól „Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Jól Jólaskraut við hendina Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Jól