Fischer fær dvalarleyfi 15. desember 2004 00:01 Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira