Skúlptúrar og málverk 13. desember 2004 00:01 Blómaverslunin Holtablóm skipti um eigendur fyrir ári og nýi eigandinn, Inga María Sverrisdóttir listakona, hefur í rólegheitum unnið að breytingum í rekstrinum. Verslunin verður þó áfram með blóm og gjafavörur á boðstólum en Inga María, sem lauk námi frá Listaháskóla í Englandi fyrir tveimur árum, hefur innréttað aðstöðu í versluninni til að sinna listsköpun sinni og er með eigin verk til sölu. "Upphaflega hugmyndin var að vera með vinnustofu uppi og hafa blómin og gjafavöruna sem aukabúgrein," segir Inga María. "Svo uppgötvaði ég auðvitað að það er meira en að segja það að vera með blómabúð, svo það er ekki fyrr en núna sem ég er búin að koma mér upp aðstöðu. Við rifum niður veggi og útbjuggum skrifstofuaðstöðu og vinnuhorn. Það sem mig dreymir um er að geta verið meira í myndlistinni og jafnvel fá mér brennsluofn til að brenna skúlptúrana mína." Í versluninni eru til sölu skúlptúrar og málverk eftir Ingu Maríu, en að auki er hún með íslensk handunnin kerti frá Jöklaljósum í Sandgerði og glerverk eftir Dröfn Guðmundsdóttur. "Svo eru náttúrlega jólin framundan og ég er með fallega birkikransa frá Egilsstöðum sem fólk getur fengið skreytta eða skreytt sjálft. Þeir eru afar fallegir bæði sem jólakransar eða haust- og heilsárskraut. Þá bjóðum við að sjálfsögðu upp á hefðbundnar blómaskreytingar og blóm við öll tilefni, fyrir utan hverskyns gjafavöru. En sjón er sögu ríkari. Holtablóm er á Langholtsvegi 126. Skúlptúr eftir Ingu Maríu.Blómaskreytingar og kerti eru til í miklu úrvali í Holtablómum. Hús og heimili Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Blómaverslunin Holtablóm skipti um eigendur fyrir ári og nýi eigandinn, Inga María Sverrisdóttir listakona, hefur í rólegheitum unnið að breytingum í rekstrinum. Verslunin verður þó áfram með blóm og gjafavörur á boðstólum en Inga María, sem lauk námi frá Listaháskóla í Englandi fyrir tveimur árum, hefur innréttað aðstöðu í versluninni til að sinna listsköpun sinni og er með eigin verk til sölu. "Upphaflega hugmyndin var að vera með vinnustofu uppi og hafa blómin og gjafavöruna sem aukabúgrein," segir Inga María. "Svo uppgötvaði ég auðvitað að það er meira en að segja það að vera með blómabúð, svo það er ekki fyrr en núna sem ég er búin að koma mér upp aðstöðu. Við rifum niður veggi og útbjuggum skrifstofuaðstöðu og vinnuhorn. Það sem mig dreymir um er að geta verið meira í myndlistinni og jafnvel fá mér brennsluofn til að brenna skúlptúrana mína." Í versluninni eru til sölu skúlptúrar og málverk eftir Ingu Maríu, en að auki er hún með íslensk handunnin kerti frá Jöklaljósum í Sandgerði og glerverk eftir Dröfn Guðmundsdóttur. "Svo eru náttúrlega jólin framundan og ég er með fallega birkikransa frá Egilsstöðum sem fólk getur fengið skreytta eða skreytt sjálft. Þeir eru afar fallegir bæði sem jólakransar eða haust- og heilsárskraut. Þá bjóðum við að sjálfsögðu upp á hefðbundnar blómaskreytingar og blóm við öll tilefni, fyrir utan hverskyns gjafavöru. En sjón er sögu ríkari. Holtablóm er á Langholtsvegi 126. Skúlptúr eftir Ingu Maríu.Blómaskreytingar og kerti eru til í miklu úrvali í Holtablómum.
Hús og heimili Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira