Rafmagnsreikningar hækka um áramót 11. desember 2004 00:01 Búist er við rúmlega tíu prósenta hækkun raforkuverðs á höfuðborgarsvæðinu um áramót. Samanlögð gjöld gætu þá hækkað um tæpan milljarð króna. Stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja komu saman nýlega og ræddu stöðuna en lög sem voru samþykkt á Alþingi í vor gera ráð fyrir að framleiðsla og dreifing raforkukerfisins verði aðskilin og dreifikerfið verði að bera sig sjálft, án stuðnings frá raforkuframleiðslunni. Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, segir að það stefni í tíu prósenta hækkun á raforkuverði. "Við vorum sagðir svartsýnir þegar lögin voru í undirbúningi og við vöruðum við mikilli hækkun á raforkuverði en það hefur komið í ljós að við vorum ekki nægilega svartsýnir," segir Ellert. "Við sitjum núna yfir útreikningum og erum að reyna að finna leið til að viðskiptavinir okkar fái sem hagstæðasta útkomu en því miður reynist kostnaðurinn sem er búinn til í þessu nýja kerfi meiri en okkar svartsýnustu spár sögðu til um." Samkvæmt heimildum blaðsins stefnir í að hækkanir Orkuveitu Reykjavíkur verði líka í kringum tíu prósent. Ekki er langt síðan Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, átti fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og lýsti yfir áhyggjum af verðhækkunum í kjölfar nýju laganna. Markmið laganna er að jafna orkuverð á landinu og iðnaðarráðherra hefur spurt í pistli á vefsíðu sinni hvort það sé ósanngjarnt að íbúar á suðvesturhorninu taki þátt í jöfnun á orkuverði. Heimili á höfuðborgarsvæðinu greiða að meðaltali í kringum 70 þúsund krónur á ári. Miðað við það má gera ráð fyrir að samanlögð hækkun á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu hálfur til einn milljarður króna. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, sagði fyrr á þessu ári að rætt hefði verið um að greiðslur fyrirtækja og einstaklinga til Orkuveitu Reykjavíkur gætu hækkað um allt að milljarð króna á ári vegna breytinganna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Búist er við rúmlega tíu prósenta hækkun raforkuverðs á höfuðborgarsvæðinu um áramót. Samanlögð gjöld gætu þá hækkað um tæpan milljarð króna. Stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja komu saman nýlega og ræddu stöðuna en lög sem voru samþykkt á Alþingi í vor gera ráð fyrir að framleiðsla og dreifing raforkukerfisins verði aðskilin og dreifikerfið verði að bera sig sjálft, án stuðnings frá raforkuframleiðslunni. Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, segir að það stefni í tíu prósenta hækkun á raforkuverði. "Við vorum sagðir svartsýnir þegar lögin voru í undirbúningi og við vöruðum við mikilli hækkun á raforkuverði en það hefur komið í ljós að við vorum ekki nægilega svartsýnir," segir Ellert. "Við sitjum núna yfir útreikningum og erum að reyna að finna leið til að viðskiptavinir okkar fái sem hagstæðasta útkomu en því miður reynist kostnaðurinn sem er búinn til í þessu nýja kerfi meiri en okkar svartsýnustu spár sögðu til um." Samkvæmt heimildum blaðsins stefnir í að hækkanir Orkuveitu Reykjavíkur verði líka í kringum tíu prósent. Ekki er langt síðan Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, átti fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og lýsti yfir áhyggjum af verðhækkunum í kjölfar nýju laganna. Markmið laganna er að jafna orkuverð á landinu og iðnaðarráðherra hefur spurt í pistli á vefsíðu sinni hvort það sé ósanngjarnt að íbúar á suðvesturhorninu taki þátt í jöfnun á orkuverði. Heimili á höfuðborgarsvæðinu greiða að meðaltali í kringum 70 þúsund krónur á ári. Miðað við það má gera ráð fyrir að samanlögð hækkun á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu hálfur til einn milljarður króna. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, sagði fyrr á þessu ári að rætt hefði verið um að greiðslur fyrirtækja og einstaklinga til Orkuveitu Reykjavíkur gætu hækkað um allt að milljarð króna á ári vegna breytinganna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira