Feluskattar vega upp skattalækkun 9. desember 2004 00:01 Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði skattalækkanirnar hreinar sjónhverfingar og enga tilviljun að þær kæmu að mestu til framkvæmda rétt fyrir næstu kosningar. Nefndi Össur sextán skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefði lagt fram að undanförnu. "Það á að fjármagna skattalækkanirnar með felusköttum. Í lok ársins 2005 mun ríkið hafa innheimt meira í formi hækkaðra skatta sem verið er að samþykkja þessa dagana en felast í tekjuskattslækkunum stjórnarinnar." Pétur H. Blöndal sagði að eina skattahækkunin sem samþykkt hefði verið hefði verið umsýslugjald fasteigna, 150 krónur á mánuði fyrir til dæmis tuttugu milljóna eign. "Eðlileg krónutöluhækkun til samræmis við verðbóglu er ekki skattahækkun." Einar Már Sigurðarson mælti fyrir áliti fyrsta minnihlutans, Samfylkingarinnar: "Meginniðurstðan er sú að þeir sem hafa mikið fyrir fá meira." Einar Már sagði að persónuafsláttur hefði ekki hækkað í takt við verðbólgu frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn 1995. "Miðað við launavísitölu vantar 40 milljarða, en 15 milljarða miðað við neysluvísitölu." Pétur H. Blöndal sagði að taka yrði með í reikninginn að persónuafsláttur hefði lækkað í takt við tekjuskattslækkun til að halda verðgildi frítekjumarksins. Ef tekið væri tillit til þess að iðgjöld til lífeyrissjóða væru orðin skattfrjáls hefði þróunin verið "nokkurn veginn" í takt við verðlag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði skattalækkanirnar hreinar sjónhverfingar og enga tilviljun að þær kæmu að mestu til framkvæmda rétt fyrir næstu kosningar. Nefndi Össur sextán skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefði lagt fram að undanförnu. "Það á að fjármagna skattalækkanirnar með felusköttum. Í lok ársins 2005 mun ríkið hafa innheimt meira í formi hækkaðra skatta sem verið er að samþykkja þessa dagana en felast í tekjuskattslækkunum stjórnarinnar." Pétur H. Blöndal sagði að eina skattahækkunin sem samþykkt hefði verið hefði verið umsýslugjald fasteigna, 150 krónur á mánuði fyrir til dæmis tuttugu milljóna eign. "Eðlileg krónutöluhækkun til samræmis við verðbóglu er ekki skattahækkun." Einar Már Sigurðarson mælti fyrir áliti fyrsta minnihlutans, Samfylkingarinnar: "Meginniðurstðan er sú að þeir sem hafa mikið fyrir fá meira." Einar Már sagði að persónuafsláttur hefði ekki hækkað í takt við verðbólgu frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn 1995. "Miðað við launavísitölu vantar 40 milljarða, en 15 milljarða miðað við neysluvísitölu." Pétur H. Blöndal sagði að taka yrði með í reikninginn að persónuafsláttur hefði lækkað í takt við tekjuskattslækkun til að halda verðgildi frítekjumarksins. Ef tekið væri tillit til þess að iðgjöld til lífeyrissjóða væru orðin skattfrjáls hefði þróunin verið "nokkurn veginn" í takt við verðlag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira